„Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:30 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir fagnar hér langþráðu mark með markaskoraranum Sveindísi Jane Jonsdóttur. Markið kom eftir horn frá Karólínu og var fyrsta mark íslenska liðsins í mótinu eftir 186 mínútna bið. Getty/Maja Hitij Bestu leikmenn íslenska liðsins hafa hlotið gagnrýni þegar hlutirnir gengu ekki upp á Evrópumótinu í Sviss. Sökin liggur miklu víðar í leikmannahópnum samkvæmt tveimur sigursælum reynsluboltum sem mættu í Besta sætið. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum. EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta lauk keppni á Evrópumótinu í Sviss í gærkvöldi. Liðið ætlaði sér að komast upp úr riðlinum en endaði á því að tapa öllum þremur leikjunum og enda í neðsta sæti riðilsins. Valur Páll Eiríksson fékk sérfræðingana Ástu Eir Árnadóttur og Þóru B. Helgadóttur til sín í Besta sætið til þess að ræða landsliðið. Íslenska liðið skoraði ekki í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði þrjú mörk í lokaleiknum. Það dugði þó ekki til því liðið fékk fjögur mörk á sig. „Það var umræða á Rúv að við værum ekki með heimsklassaleikmenn en hvaða heimsklassa leikmenn er Sviss með eða Finnland,“ spurði Þóra. Þurfa ekkert að vera í heimsklassa „Þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að vera með fullt af mjög góðum leikmönnum. Þeir þurfa ekkert að vera í heimsklassa til þess að búa til gott lið úr þessu. Svo voru þær í léttasta riðlinum,“ sagði Þóra. „Þessar væntingar eiga rétt á sér, finnst mér,“ sagði Þóra. „Mér finnst hundrað prósent öll gagnrýni hafa verið mjög sanngjörn. Á liðið eftir þessa leiki. Við eigum að vera með miklu betra lið, heildarlið. Þetta snýst ekki bara um besta hafsentinn okkar og þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu,“ sagði Ásta. Vantar kúltúr „Þetta er svo miklu miklu meira. Við þurfum meira frá öllum til þess að geta komið okkur aðeins lengra. Við erum ekki að ná þessum tengingum sem við erum búin að vera að tala um. Það er einhver ‚kemestría' sem vantar og ‚kúltur',“ sagði Ásta og Þóra tók undir það. Það vantar líka framherja í íslenska landsliðið. „Við erum ekki ennþá komin með senter í liðið,“ sagði Þóra. „Nei, það er engin hreinræktuð nía í hópnum,“ sagði Ásta. „Ef hún er ekki til á Íslandi, af hverju eru ekki sex ár síðan að KSÍ ákvað að búa til ‚project': Okkur vantar senter,“ sagði Þóra. Það eru alveg senterar þarna út Snert var á því að of margir kantmenn væru í íslenska hópnum á kostnað framherja. Sandra María Jessen hefur leikið hvað best með Þór/KA í Bestu deildinni sem kantmaður en var framherji á mótinu. Þá voru þær Amanda Andradóttir og Diljá Ýr Zomers í hópnum, báðar hafandi glímt við meiðsli í vor, en virtist ekki treyst í verkefnið. Samtals spiluðu þær 20 mínútur. Frekar hafi mátt hafa framherja með í hópnum. „Það eru alveg senterar þarna úti sem hefðu getað verið í þessum hóp. Þeirra krafta var ekki óskað,“ sagði Ásta. „Hverjir hefðu getað verið þarna?“ spurði þá Valur. „Ég var alltaf að vonast til þess að það yrði eitthvað spútnikval. Bara af því að okkur virkilega vantaði senter. Ég hefði alveg viljað sjá Vigdísi Lilju (Kristjánsdóttir, Anderlecht) koma inn. Hún er týpískur íslenskur senter. Getur pressað, hlaupið, er algjör tuddi. Góð í teignum,“ sagði Ásta. „Við vorum til dæmis með alltof marga miðverði,“ sagði Þóra. „Við vorum með alltof margar á miðjunni og alltof marga kantmenn. Markahæsti leikmaðurinn í deildinni. Hefði hún getað komið inn,“ spurði Ásta og var þá að tala um Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Það má hlusta allan þáttinn í spilaranum að ofan eða hér að neðan. Hann má nálgast á öllum hlaðvarpsveitum.
EM 2025 í Sviss Besta sætið Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Chelsea - Sunderland | Jöfn að stigum og geta stokkið upp í annað sætið Vestri - KR | Úrslitaleikur um sæti í Bestu deildinni ÍA - Afturelding | Verða að vinna og treysta á önnur úrslit Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Sjá meira