Sport

Laugavegshlaupið í beinni út­sendingu á Vísi

Boði Logason skrifar
Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið Laugavegshlaupið fjögur ár í röð. Bætir hún fimmta árinu við í dag?
Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið Laugavegshlaupið fjögur ár í röð. Bætir hún fimmta árinu við í dag? Laugavegurinn

Í dag fer Laugavegshlaupið fram í tuttugasta og áttunda sinn. Aldrei hafa fleiri þátttakendur verið skráðir til leiks. Hlaupið verður í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Vísi.

Yfir 800 hlauparar lögðu af stað í morgun frá Landmannalaugum og munu koma hver á fætum öðrum í mark í Þórsmörk. Gert er ráð fyrir að síðustu hlaupararnir komi í mark um klukkan sex. 

Laugavegshlaupið hefur um árabil verið ein helsta árshátíð utanvegahlaupara á Íslandi og laðað að sér hlaupara hvaðanæva að úr heiminum. Margir af fremstu hlaupurum Íslands hlaupa í dag. Má þar nefna Þorberg Inga Jónsson, Þorstein Roy Jóhannsson, Andreu Kolbeinsdóttur, Írisi Önnu Skúladóttur og Halldóru Huld Ingvadóttur.

Eftir því sem okkur skilst þá eru allar líkur á því að brautarmetið getið fallið bæði í karla- og kvennaflokki. Þorsteinn Roy er á slíkum hraða að hann gæti bætt metið. Aðeins einu sinni hefur verið hlaupið á undir fjórum klukkutímum og það gerði Þorbergur Ingi sem er einmitt þjálfari Þorsteins. Þorbergur reyndar hangir í skottinu á lærisveininum og gæti orðið æsilegur endasprettur. Andrea Kolbeins er að sama skapi líkleg til þess að bæta kvennametið en hún er á mikilli siglingu.

Hér fyrir neðan má sjá heimildarmyndina Laugavegurinn sem kvikmyndagerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson gerði um hlaupið og kom út í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×