Sport

Alcaraz í úr­slit Wimbledon þriðja árið í röð

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Alcaraz gæti orðið sá fimmti frá upphafi til að vinna Wimbledon þrjú ár í röð.
Alcaraz gæti orðið sá fimmti frá upphafi til að vinna Wimbledon þrjú ár í röð. Clive Brunskill/Getty Images

Spánverjinn Carlos Alcaraz er kominn í úrslit á Wimbledon tennismótinu þriðja árið í röð eftir sigur í undanúrslitum gegn Bandaríkjamanninum Taylor Fritz.

Leikurinn milli þeirra var langur og æsispennandi en Alcaraz stóð uppi sem sigurvegari eftir framlengingu í síðasta settinu.

Alcaraz þurfti oft að fleygja sér á eftir uppgjöfum Fritz. Ezra Shaw/Getty Images

Alcaraz hefur unnið Wimbledon undanfarin tvö ár og stefnir á þriðja titilinn í röð, sem aðeins fjórum tennisköppum hefur tekist áður. Alcaraz mætir líka sjóðheitur í úrslitaleikinn, með 24 sigurleiki í röð að baki.

Í úrslitaleiknum á sunnudag mætir hann annað hvort Novak Djokovic, sem hann vann á Wimbledon í fyrra, eða Jannik Sinner, sem hann sigraði nýlega í úrslitaleik opna franska meistaramótsins.

„Ég ætla að horfa á hinn undanúrslitaleikinn núna og reyna að finna taktík sem mun virka fyrir mig í úrslitaleiknum á sunnudag“ sagði Alcaraz í viðtali eftir sigurinn gegn Fritz.

Wimbledon mótið er sýnt á rás Eurosport, sem fylgir með áskrift að Sportpakka Sýnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×