Sport

Djoko­vic varð að játa sig sigraðan

Siggeir Ævarsson skrifar
Meiðslin sem Djokovic varð fyrir í síðasta leik voru ekki að hjálpa honum í dag og hann þurfti ítrekað að fá meðferð frá sjúkraþjálfara sínum
Meiðslin sem Djokovic varð fyrir í síðasta leik voru ekki að hjálpa honum í dag og hann þurfti ítrekað að fá meðferð frá sjúkraþjálfara sínum Vísir/Getty

Jannik Sinner er á leið í úrslitaleik Wimbledon mótsins eftir nokkuð öruggan 3-0 sigur á Novak Djokovic nú rétt í þessu. 

Sinner, sem er efstur á heimslistanum, hafði nokkra yfirburði í einvíginu í dag og vann fyrstu tvö settin bæði 6-3. Djokovic var ólíkur sjálfum sér og meiðslin sem hann varð fyrir í síðasta leik virtust há honum töluvert.

Áhorfendur voru þó margir á bandi gömlu kempunnar og hann fór ágætlega af stað í þriðja settinu en Sinner náði undirtökum á ný og vann það að lokum 6-4.

Sinner mætir Spánverjanun Carlos Alcaraz í úrslitum sem hefur unnið mótið síðustu tvö ár en þeir félagar trjóna á toppi heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×