Halda áfram að ræða veiðigjöldin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. júlí 2025 07:30 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram frumvarp um breytingu á veiðigjöldum. Vísir/Vilhelm Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins. Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira
Ekkert annað frumvarp hefur verið jafn lengi til umræðu á þinginu en þingmenn ríkisstjórnarflokkanna brugðust harkalega við þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti Alþingis, lauk þingfundi á miðvikudagskvöld rétt fyrir miðnætti. Hún var gagnrýnd fyrir að fresta fundi án samráðs við forseta þingsins. Í gær flutti Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra óvænta yfirlýsingu þar sem hún sakaði þingmenn minnihlutans um að viðurkenna ekki umboð meirihlutans og standa í veg fyrir lýðræðislegri afgreiðslu mála. „Við munum verja lýðveldið Ísland. Við munum verja stjórnskipan landsins og heiður Alþingis,“ sagði hún fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Orð Kristrúnar fóru misvel í þingmennina og til dæmis sagði Hildur orð Kristrúnar um sig vera ógeðfelld. Umdeilda umslagið Seinnipartinn funduðu formenn allra flokka á Alþingi í von um að stilla til friðar. Þá funduðu þingflokksformenn seinna um kvöldið en ekkert varð úr því. Þingfundi var svo slitið án árangurs klukkan níu í gærkvöldi. Kristrún sagði við fréttastofu í gær að minnihlutinn hefði lagt fram sína eigin tillögu um veiðigjaldafrumvarpið í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin myndi samþykkja hana og leggja fram sem sitt eigið. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðunnar hafna þau því að flokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið.“ Í samtali við Vísi sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, að stjórnarandstaðan hefði lagt fram „mýkri“ tillögu en frumvarpið um veiðigjöldin sem liggur fyrir núna. Hann segir þreifingar hafi verið í gangi á fundi formannanna. Samkvæmt heimildum Vísis var lagt til eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár en Sigurður Ingi vildi ekki tjá sig um hana.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Fleiri fréttir Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Sjá meira