Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 07:33 Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar. Væntanlega telja Samfylkingin og Viðreisn núna að rangt hafi verið að beita málþófi gegn þingsályktunartillögunni um að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka. Mögulega einnig að beita hefði átt svonefndu kjarnorkuákvæði í lögum um þingsköp til þess að stöðva málþófið. Vitanlega eru engar líkur á því. Komi hins vegar til þess að ákvæðinu verði beitt af ríkisstjórn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins stóreykur það auðvitað líkurnar á því að það verði gert á nýjan leik þegar þessir flokkar verða komnir aftur í stjórnarandstöðu enda ekki verið beitt í 60 ár. Málþóf er ákveðið úrræði stjórnarandstöðunnar hverju sinni sem hún þarf hins vegar að hafa mikið fyrir. Væru þröng takmörk sett á það hve lengi stjórnarandstaðan gæti rætt um einstök mál þýddi það að stjórnarmeirihlutinn gæti einfaldlega beðið eftir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar kláruðu kvótann sinn í þeim efnum og að málið færi í atkvæðagreiðslu og sleppt því að taka einhvern raunverulegan þátt í umræðunni eða yfir höfuð. Þá fyrst yrði Alþingi að afgreiðslustofnun fyrir meirihlutann hverju sinni og þá fyrst og fremst framkvæmdavaldið. Ég leyfi mér að efast um að það þætti betra. Hitt er síðan annað mál að málflutningur stjórnarmeirihlutans að undanförnu hefur auðvitað verið með ólíkindum. Tal um valdarán vegna þess að þingfundur stóð ekki fáeinum klukkutímum lengur í fyrrakvöld nær auðvitað engu tali og er ekki annað en gengisfelling þessa alvarlega hugtaks og lítilsvirðing við þá sem upplifað hafa raunveruleg valdarán sem yfirleitt hafa kostað miklar blóðsúthellingar og aðrar hörmungar auk þess sem völdum hefur raunverulega verið rænt. Svo ekki sé minnzt á talið um að draga fólk undir húsvegg og skjóta það. Hverju hefði aðeins lengri þingfundur breytt? Engu. Tal um orrustu um Ísland og að lýðveldið og stjórnskipun landsins hafi verið í hættu er eins í engum tengslum við veruleikann. Hins vegar er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að sömu stjórnmálamenn vilji lögfesta að innleitt regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn verði gert æðra íslenzkri lagasetningu með frumvarpi um bókun 35 sem virtir lögspekingar hafa einmitt varað við að fari í bága við fullveldisákvæði stjórnarskrár lýðveldisins. Fari með öðrum orðum gegn stjórnskipun landsins. Svo ekki sé nú talað um þá stefnu þeirra að reyna að koma Íslandi inn í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun