Gamli er (ekki) alveg með'etta Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. júlí 2025 08:32 Brad Pitt leikur aldna ökuþórinn Sonny Hayes sem býðst annað tækifæri í Formúlu 1 eftir þrjátíu ára fjarveru. Við komuna í botnlið APXGP hittir hann fyrir unga og óreynda ökuþórinn Joshua Pierce, sem er leikinn af Damson Idris. Gamli skólinn mætir þar hinum nýja og þurfa mennirnir tveir að leggja egó sín til hliðar í von um að bjarga liðinu. Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. Þannig mætti lýsa upplifuninni af því að horfa á F1 (the Movie), nýjustu kvikmynd leikstjórans Joseph Kosinski sem hefur áður leikstýrt Tron: Legacy (2010), Oblivion (2013) og Top Gun: Maverick (2022). Brad Pitt fer með aðalhlutverkið en honum til halds og trausts eru Javier Bardem, Kerry Condon, Damson Idris, Kim Bodnia og Tobias Menzies. Framleiðandi F1 er hasarboltinn Jerry Bruckheimer sem hefur unnið með stærstu hasarleikstjórum Hollywood, þar á meðal Gore Verbinski (Pirates of the Caribbean), Michael Bay (Armageddon og Bad Boys) og Tony Scott (Days of Thunder og Top Gun). Eftir þrjátíu ára fjarveru frá Formúlu 1 fær hinn miðaldra Sonny Hayes (Pitt) óvænt tilboð frá sínum gamla samherja Ruben (Bardem). Sá er eigandi APXGP, botnliðs formúlunnar, en missir liðið ef það helst stigalaust út tímabilið. Hayes á að breyta því. Hjá liðinu hittir Hayes fyrir unga og óreynda ökuþórinn Joshua Pierce (Idris) og tæknistjórann Katie (Condon) sem gengur illa að smíða almennilegan bíl. F1 er sýnd í Sambíóunum, Smárabíó og Laugarásbíó. Besta markaðssetning síðustu ára? Fyrir mig persónulega var Formúlan alltaf frekar fjarlægt sport, maður vissi hver Schumacher var en lítið meira. Síðustu ár hefur Formúlan hins vegar lagt mikið á sig í að ná til nýrra markhópa. Mikilvægasti liðurinn í því eru sennilega heimildaþættirnir Drive to Survive sem hafa verið sýndir á Netflix frá 2019. Sjálfur fann ég merkjanlega fyrir tilkomu þáttanna allt í kringum mig. Vinkonur manns, sem máttu heita litlir sportistar, voru skyndilega orðnir harðir stuðningsmenn Lando Norris eða Lewis Hamilton. Annar hver maður, hvort sem það var Taylor Swift-elskandi bókmenntafræðingur eða ESB-hatandi Framsóknarmaður, virtist byrjaður að fylgjast með Formúlunni. Snilldin við þættina er að þeir dramatísera kappaksturinn enn frekar, búa til söguþræði milli ökuþóra og spennandi narratív, á sama tíma og þeir kynna áhorfendur fyrir leikreglunum og innra gangverki formúlunnar. F1 the Movie er annar liður í þessu kynningarstarfi, í raun ein stór auglýsing fyrir Formúlu 1. Og reyndar líka Apple, sem framleiðir myndina, ef út í það er farið - gegnum myndina er linnulaust verið að auglýsa merkið. Kvikmyndin er framleidd af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu (FIA) sem rekur Formúlu 1. Allar senur eru teknar upp á alvöru brautum, kappaksturinn byggir á myndefni frá síðustu tveimur tímabilum Formúlunnar og ýmsum raunverulegm F1-ökuþórum bregður fyrir. Á kappakstursbrautum F1 þykir eðlilegt að mann aki á yfir 300 kílómetrum á klukkustund. Bestu hlutar myndarinnar snúa allir að sjálfum kappökstrunum, maður fær innsýn inn í umgjörðina, undirbúning liðanna og það sem fer fram í pittinum þegar bílarnir stoppa. Hvað sjálfa Formúluna varðar ekki yfir miklu að kvarta (þó ég hafi heyrt kvartanir frá eitilhörðum formúluhausum um fáránleika hennar). En F1 snýst ekki bara um formúluaksturinn, annars myndi maður bara horfa á sjálfa Formúluna. Myndin er saga um lítilmagnann og mann sem fær annað tækifæri og er um leið hluti af sterkri kvikmyndagrein sem nær langt aftur í tímann. Bíó og hraðskreiðir bílar = fullkomið kombó Hraðskreið farartæki hafa verið samtvinnuð bíóinu frá upphafi, ein fyrsta kvikmyndin var bókstaflega upptaka af lest renna í hlað á lestarstöðinni. Af hraðskreiðum fararatækjum hentar bíllinn bíóinu hins vegar best. Bíllinn er minni en lestin og jarðtengdari en flugvélar og bátar. Bílarnir eru líka nálægir okkur, við kunnum flest að keyra, um leið og áhættan er miklu meiri en í öðrum farartækjum. Fjölmargar góðar kappakstursmyndir hafa komið út gegnum tíðina. Þar má nefna hina sígildu Grand Prix (1967), Tom Cruise-negluna Days of Thunder (1990) eða hinar nýlegri Ford v. Ferrari (2019) og Rush (2013). Nicole Kidman og Tom Cruise kynntust við tökur á Days of Thunder. Þau voru síðan gift í ellefu ár en skildu eftir að hafa leikið saman í Eyes Wide Shut. Hvað frásögn varðar er F1 ekki beint samanburðarhæf við neina þeirra. Helst mætti líkja henni við Top Gun: Maverick sem Kosinski leikstýrði einmitt (og Cruise lék í). Báðar myndir innihalda eldri reynslubolta sem þarf að sættast við að hann orðinn gamall og svo ungan, graðan og efnilegan yngri mann sem þarf að læra að tempra sig. Maverick byggði á forveranum Top Gun (1986) sem gaf henni ákveðinn grunn og sögunni aukna dýpt. Áhorfendur höfðu þegar séð Maverick ganga gegnum ákveðnar raunir og þekktu samband hans við Iceman og Goose. F1 býr ekki svo vel og þarf því að treysta á styrk handritsins, persónurnar og stjörnustatus Brads Pitt. Myndin virkar raunar eins og PR-herferð fyrir Pitt sem hefur verið umdeildur undanfarin ár vegna hrottalegrar hegðunar í garð barna sinna og fyrri eiginkonu. Hér er hann málaður sem óskeikull töffari sem er ennþá með'etta og hefur engu gleymt. „Gamli gamli, þú ert víst ennþá með'etta“ Alvitur töffari og barnalegur busi F1 er einföld underdog-saga en sleppir því að hafa sterkt illmenni sem mótvægi (þó einn slíkur dúkki upp í blálokin). Sonny Hayes og Brad Pitt eru hliðstæður: báðir eru þeir komnir á seinni hluta ferilsins og búnir að brenna ýmsar brýr að baki sér. Stærstan hluta myndarinnar er það núningur milli samherjanna, hins gamla Hayes og hins unga JP, sem þarf að keyra söguna áfram. Góð dýnamík þeirra á milli er því nauðsynleg og þurfa þeir sömuleiðis að vera nægilega þrívíðir og sympatískir til að vinna áhorfendur á sitt band. Sonny Hayes hefur alla burði til að vera góður karakter. Efnilegur ökuþór sem eyðilagði feril sinn í Formúlunni með glannaskap, glataði ástríðunni fyrir akstrinum og sökk djúpt í spilafíkn. Hayes hefur endurheimt ástina á akstri en er samt rótlaus og breyskur. Hins vegar vantar alla þróun á persónu Hayes sem kemur inn í lið APXGP sem einfari og þarf að aðlagast liðsheildinni. Þrátt fyrir það hefur hann alltaf rétt fyrir sér og virðist alltaf taka rétta ákvörðun. Hann misstígur sig aldrei og vex ekkert sem persóna. Bótoxaður Brad Pitt er síðan nákvæmlega eins og í flestum hlutverkum sínum síðustu tíu ár, töffaralegur og bældur en lítið meira en það. Damon Idris leikur hinn ungæðislega Joshua Pierce sem er aðeins of upptekinn af samfélagsmiðlum og blaðamönnum. Hinum megin er það Joshua Pierce sem er hæfileikaríkur en óreyndur, góður með sig og upptekinn af því að verða stjarna. Hann þarf að taka út ákveðinn lærdóm, lenda í slysi til að átta sig á alvarleika málsins. Aftur á móti er hann alveg flöt persóna, eins og steríótýpa af barnalegum busa. Þá er hann fullkomlega óeftirminnilegur, hefur ekkert við sig utan akstursins nema hann á fyndna mömmu og aulalegan umboðsmann. Kate McKenna er einn besti karakter myndarinnar en fær fyrirsjáanleg málalok. Fyrir utan ökuþórana tvo eru nokkrar aukapersónur í liðinu. Tæknistjórinn Kate McKenna er áhugaverður karakter, kona sem hætti í góðri vinnu til að harka í formúlunni en gengur brösuglega. Írinn Kerry Condon er öflug sem Kate en handritið svíkur persónu hennar á endanum með því að gera hana að ástarviðfangi Hayes. Spánverjinn Javier Bardem fær lítið til að vinna með sem Ruben, eigandinn sem gæti misst liðið sitt ef illa fer, en Bardem býr yfir svo miklum sjarma að næfurþunn persóna hans virkar. Daninn Kim Bodnia sem Íslendingar þekkja úr Pusher og Broen leikur liðsstjórann Kaspar sem er svo ýktur að hann stingur í stúf. Bodnia og Bardem sem Kaspar Smolinski og Ruben Cervantes. Of löng og missir dampinn Þrátt fyrir að persónurnar séu svona flatar og sagan ómerkileg þá nær Kosinski að teyma mann áfram með bíótöfrum og hasar. Þar spilar inn í frábær kvikmyndatónlist Hans Zimmer, sem stælar mjög Challengers-tónlist Trents Reznor, sem lyftir ákveðnum senum upp á annað plan. Restin af tónlistinni er misjöfn, þegar Hayes er í forgrunni í fyrri hlutanum ómar sígilt rokk en í seinni hlutanum tekur við ægileg popptónlist. Eins og áður sagði er kappaksturinn sterkasti hluti F1 en er eftir á að hyggja ekki nægilega vel útfærður. Myndin er alltof löng, 155 mínútur, og endurtekur sig of mikið. Þegar sama bragðið er endurtekið of oft dregur það úr heildarkraftinum. Kappaksturssenur þar sem áhorfendur sjá út úr bílnum eru með því besta við myndina. Í byrjun eru Hayes og aðrar persónur kynntar hratt inn, sögunni er komið strax af stað og við fylgjumst með raunum APXGP. Fyrri hlutanum lýkur svo með mögnuðu kappakstursatriði sem setur allt í uppnám. Þannig tekst að byggja upp slagkraft sem deyr hins vegar alveg í seinni hlutanum. Helsta skýrist það of miklum endurtekningum, lélegri uppbyggingu og óþarfa fitu. Með því að skera niður hefði verið hægt að gera hundrað mínútna ræmu með meiri hraða og minna uppfylliefni. Myndin nær ekki aftur almennileg dampi fyrr en í lokakappakstrinum. Ég ætla ekki að spilla fyrir því hvað gerist en á einum tímapunkti er skyndilega skipt um gír og sjónarhorn og áhorfendur svífa um brautina með Sonny Hayes. Þar gerast töfrarnir. F1 er ætlað að endurreisa orðspor Pitt sem sjarmerandi súperstjörnu eftir að skítleg hegðun hans dró orðsporið í svaðið. Niðurstaða: F1 er vel framleidd og áferðarfalleg auglýsing fyrir Formúlu 1, Apple og Brad Pitt. Kvikmynd sem er hönnuð fyrir bíóhús þar sem áhorfendur fá að upplifa hraða og kraft formúlubíla og drunurnar sem þeim fylgja. Sagan er klisjukennd, persónurnar flatar og óhófleg lengd myndarinnar veldur því að F1 missir dampinn þegar líður á. Kosinski nær þó að halda áhorfendum við efnið með góðum hasar, dassi af bíótöfrum og grípandi kvikmyndatónlist Hans Zimmer. Magnaður lokakappakstur gerir að verkum að áhorfendur yfirgefa bíóhúsin fullir adrenalíns. Þegar líkaminn er búinn að jafna sig kemur vont eftirbragðið: F1 skilur ekkert eftir sig. Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Akstursíþróttir Bílar Tengdar fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33 Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01 Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Þannig mætti lýsa upplifuninni af því að horfa á F1 (the Movie), nýjustu kvikmynd leikstjórans Joseph Kosinski sem hefur áður leikstýrt Tron: Legacy (2010), Oblivion (2013) og Top Gun: Maverick (2022). Brad Pitt fer með aðalhlutverkið en honum til halds og trausts eru Javier Bardem, Kerry Condon, Damson Idris, Kim Bodnia og Tobias Menzies. Framleiðandi F1 er hasarboltinn Jerry Bruckheimer sem hefur unnið með stærstu hasarleikstjórum Hollywood, þar á meðal Gore Verbinski (Pirates of the Caribbean), Michael Bay (Armageddon og Bad Boys) og Tony Scott (Days of Thunder og Top Gun). Eftir þrjátíu ára fjarveru frá Formúlu 1 fær hinn miðaldra Sonny Hayes (Pitt) óvænt tilboð frá sínum gamla samherja Ruben (Bardem). Sá er eigandi APXGP, botnliðs formúlunnar, en missir liðið ef það helst stigalaust út tímabilið. Hayes á að breyta því. Hjá liðinu hittir Hayes fyrir unga og óreynda ökuþórinn Joshua Pierce (Idris) og tæknistjórann Katie (Condon) sem gengur illa að smíða almennilegan bíl. F1 er sýnd í Sambíóunum, Smárabíó og Laugarásbíó. Besta markaðssetning síðustu ára? Fyrir mig persónulega var Formúlan alltaf frekar fjarlægt sport, maður vissi hver Schumacher var en lítið meira. Síðustu ár hefur Formúlan hins vegar lagt mikið á sig í að ná til nýrra markhópa. Mikilvægasti liðurinn í því eru sennilega heimildaþættirnir Drive to Survive sem hafa verið sýndir á Netflix frá 2019. Sjálfur fann ég merkjanlega fyrir tilkomu þáttanna allt í kringum mig. Vinkonur manns, sem máttu heita litlir sportistar, voru skyndilega orðnir harðir stuðningsmenn Lando Norris eða Lewis Hamilton. Annar hver maður, hvort sem það var Taylor Swift-elskandi bókmenntafræðingur eða ESB-hatandi Framsóknarmaður, virtist byrjaður að fylgjast með Formúlunni. Snilldin við þættina er að þeir dramatísera kappaksturinn enn frekar, búa til söguþræði milli ökuþóra og spennandi narratív, á sama tíma og þeir kynna áhorfendur fyrir leikreglunum og innra gangverki formúlunnar. F1 the Movie er annar liður í þessu kynningarstarfi, í raun ein stór auglýsing fyrir Formúlu 1. Og reyndar líka Apple, sem framleiðir myndina, ef út í það er farið - gegnum myndina er linnulaust verið að auglýsa merkið. Kvikmyndin er framleidd af Alþjóðaakstursíþróttasambandinu (FIA) sem rekur Formúlu 1. Allar senur eru teknar upp á alvöru brautum, kappaksturinn byggir á myndefni frá síðustu tveimur tímabilum Formúlunnar og ýmsum raunverulegm F1-ökuþórum bregður fyrir. Á kappakstursbrautum F1 þykir eðlilegt að mann aki á yfir 300 kílómetrum á klukkustund. Bestu hlutar myndarinnar snúa allir að sjálfum kappökstrunum, maður fær innsýn inn í umgjörðina, undirbúning liðanna og það sem fer fram í pittinum þegar bílarnir stoppa. Hvað sjálfa Formúluna varðar ekki yfir miklu að kvarta (þó ég hafi heyrt kvartanir frá eitilhörðum formúluhausum um fáránleika hennar). En F1 snýst ekki bara um formúluaksturinn, annars myndi maður bara horfa á sjálfa Formúluna. Myndin er saga um lítilmagnann og mann sem fær annað tækifæri og er um leið hluti af sterkri kvikmyndagrein sem nær langt aftur í tímann. Bíó og hraðskreiðir bílar = fullkomið kombó Hraðskreið farartæki hafa verið samtvinnuð bíóinu frá upphafi, ein fyrsta kvikmyndin var bókstaflega upptaka af lest renna í hlað á lestarstöðinni. Af hraðskreiðum fararatækjum hentar bíllinn bíóinu hins vegar best. Bíllinn er minni en lestin og jarðtengdari en flugvélar og bátar. Bílarnir eru líka nálægir okkur, við kunnum flest að keyra, um leið og áhættan er miklu meiri en í öðrum farartækjum. Fjölmargar góðar kappakstursmyndir hafa komið út gegnum tíðina. Þar má nefna hina sígildu Grand Prix (1967), Tom Cruise-negluna Days of Thunder (1990) eða hinar nýlegri Ford v. Ferrari (2019) og Rush (2013). Nicole Kidman og Tom Cruise kynntust við tökur á Days of Thunder. Þau voru síðan gift í ellefu ár en skildu eftir að hafa leikið saman í Eyes Wide Shut. Hvað frásögn varðar er F1 ekki beint samanburðarhæf við neina þeirra. Helst mætti líkja henni við Top Gun: Maverick sem Kosinski leikstýrði einmitt (og Cruise lék í). Báðar myndir innihalda eldri reynslubolta sem þarf að sættast við að hann orðinn gamall og svo ungan, graðan og efnilegan yngri mann sem þarf að læra að tempra sig. Maverick byggði á forveranum Top Gun (1986) sem gaf henni ákveðinn grunn og sögunni aukna dýpt. Áhorfendur höfðu þegar séð Maverick ganga gegnum ákveðnar raunir og þekktu samband hans við Iceman og Goose. F1 býr ekki svo vel og þarf því að treysta á styrk handritsins, persónurnar og stjörnustatus Brads Pitt. Myndin virkar raunar eins og PR-herferð fyrir Pitt sem hefur verið umdeildur undanfarin ár vegna hrottalegrar hegðunar í garð barna sinna og fyrri eiginkonu. Hér er hann málaður sem óskeikull töffari sem er ennþá með'etta og hefur engu gleymt. „Gamli gamli, þú ert víst ennþá með'etta“ Alvitur töffari og barnalegur busi F1 er einföld underdog-saga en sleppir því að hafa sterkt illmenni sem mótvægi (þó einn slíkur dúkki upp í blálokin). Sonny Hayes og Brad Pitt eru hliðstæður: báðir eru þeir komnir á seinni hluta ferilsins og búnir að brenna ýmsar brýr að baki sér. Stærstan hluta myndarinnar er það núningur milli samherjanna, hins gamla Hayes og hins unga JP, sem þarf að keyra söguna áfram. Góð dýnamík þeirra á milli er því nauðsynleg og þurfa þeir sömuleiðis að vera nægilega þrívíðir og sympatískir til að vinna áhorfendur á sitt band. Sonny Hayes hefur alla burði til að vera góður karakter. Efnilegur ökuþór sem eyðilagði feril sinn í Formúlunni með glannaskap, glataði ástríðunni fyrir akstrinum og sökk djúpt í spilafíkn. Hayes hefur endurheimt ástina á akstri en er samt rótlaus og breyskur. Hins vegar vantar alla þróun á persónu Hayes sem kemur inn í lið APXGP sem einfari og þarf að aðlagast liðsheildinni. Þrátt fyrir það hefur hann alltaf rétt fyrir sér og virðist alltaf taka rétta ákvörðun. Hann misstígur sig aldrei og vex ekkert sem persóna. Bótoxaður Brad Pitt er síðan nákvæmlega eins og í flestum hlutverkum sínum síðustu tíu ár, töffaralegur og bældur en lítið meira en það. Damon Idris leikur hinn ungæðislega Joshua Pierce sem er aðeins of upptekinn af samfélagsmiðlum og blaðamönnum. Hinum megin er það Joshua Pierce sem er hæfileikaríkur en óreyndur, góður með sig og upptekinn af því að verða stjarna. Hann þarf að taka út ákveðinn lærdóm, lenda í slysi til að átta sig á alvarleika málsins. Aftur á móti er hann alveg flöt persóna, eins og steríótýpa af barnalegum busa. Þá er hann fullkomlega óeftirminnilegur, hefur ekkert við sig utan akstursins nema hann á fyndna mömmu og aulalegan umboðsmann. Kate McKenna er einn besti karakter myndarinnar en fær fyrirsjáanleg málalok. Fyrir utan ökuþórana tvo eru nokkrar aukapersónur í liðinu. Tæknistjórinn Kate McKenna er áhugaverður karakter, kona sem hætti í góðri vinnu til að harka í formúlunni en gengur brösuglega. Írinn Kerry Condon er öflug sem Kate en handritið svíkur persónu hennar á endanum með því að gera hana að ástarviðfangi Hayes. Spánverjinn Javier Bardem fær lítið til að vinna með sem Ruben, eigandinn sem gæti misst liðið sitt ef illa fer, en Bardem býr yfir svo miklum sjarma að næfurþunn persóna hans virkar. Daninn Kim Bodnia sem Íslendingar þekkja úr Pusher og Broen leikur liðsstjórann Kaspar sem er svo ýktur að hann stingur í stúf. Bodnia og Bardem sem Kaspar Smolinski og Ruben Cervantes. Of löng og missir dampinn Þrátt fyrir að persónurnar séu svona flatar og sagan ómerkileg þá nær Kosinski að teyma mann áfram með bíótöfrum og hasar. Þar spilar inn í frábær kvikmyndatónlist Hans Zimmer, sem stælar mjög Challengers-tónlist Trents Reznor, sem lyftir ákveðnum senum upp á annað plan. Restin af tónlistinni er misjöfn, þegar Hayes er í forgrunni í fyrri hlutanum ómar sígilt rokk en í seinni hlutanum tekur við ægileg popptónlist. Eins og áður sagði er kappaksturinn sterkasti hluti F1 en er eftir á að hyggja ekki nægilega vel útfærður. Myndin er alltof löng, 155 mínútur, og endurtekur sig of mikið. Þegar sama bragðið er endurtekið of oft dregur það úr heildarkraftinum. Kappaksturssenur þar sem áhorfendur sjá út úr bílnum eru með því besta við myndina. Í byrjun eru Hayes og aðrar persónur kynntar hratt inn, sögunni er komið strax af stað og við fylgjumst með raunum APXGP. Fyrri hlutanum lýkur svo með mögnuðu kappakstursatriði sem setur allt í uppnám. Þannig tekst að byggja upp slagkraft sem deyr hins vegar alveg í seinni hlutanum. Helsta skýrist það of miklum endurtekningum, lélegri uppbyggingu og óþarfa fitu. Með því að skera niður hefði verið hægt að gera hundrað mínútna ræmu með meiri hraða og minna uppfylliefni. Myndin nær ekki aftur almennileg dampi fyrr en í lokakappakstrinum. Ég ætla ekki að spilla fyrir því hvað gerist en á einum tímapunkti er skyndilega skipt um gír og sjónarhorn og áhorfendur svífa um brautina með Sonny Hayes. Þar gerast töfrarnir. F1 er ætlað að endurreisa orðspor Pitt sem sjarmerandi súperstjörnu eftir að skítleg hegðun hans dró orðsporið í svaðið. Niðurstaða: F1 er vel framleidd og áferðarfalleg auglýsing fyrir Formúlu 1, Apple og Brad Pitt. Kvikmynd sem er hönnuð fyrir bíóhús þar sem áhorfendur fá að upplifa hraða og kraft formúlubíla og drunurnar sem þeim fylgja. Sagan er klisjukennd, persónurnar flatar og óhófleg lengd myndarinnar veldur því að F1 missir dampinn þegar líður á. Kosinski nær þó að halda áhorfendum við efnið með góðum hasar, dassi af bíótöfrum og grípandi kvikmyndatónlist Hans Zimmer. Magnaður lokakappakstur gerir að verkum að áhorfendur yfirgefa bíóhúsin fullir adrenalíns. Þegar líkaminn er búinn að jafna sig kemur vont eftirbragðið: F1 skilur ekkert eftir sig.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Akstursíþróttir Bílar Tengdar fréttir Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33 Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01 Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33
Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. 25. júní 2025 07:01
Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. 6. júní 2025 06:48