Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lovísa Arnardóttir skrifar 10. júlí 2025 20:02 Sara og Vikar á höfninn á Hjalteyri. Aðsend Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil. Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð. Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Sjá meira
Sara Bjarnason og Vikar Bjarnason, sauðfjárbóndi, skipuleggja hátíðina saman. Sara hefur komið að skipulagningu viðburða hjá Havarí en lærði skapandi greinar og hefur einnig unnið með Senu og Concept Events sem sameinaðist Senu 2023. „Þetta er svona fyrsta stóra sem ég geri sjálf. Vikar er líka listmálari og er frá Hjalteyri. Tengdafjölskyldan mín er líka tengd staðnum. Tengdamamma á litla verbúð þarna sem ég og maðurinn minn höfum sótt mikið í,“ segir Sara. Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pjé kemur fram á hátíðinni. Aðsend Eiginmaður hennar er Atli Sigþórsson sem þekktur er undir listamannsnafninu Kött Grá Pjé en hann kemur fram á hátíðinni ásamt Júníus Meyvant, Skúla Mennska, Lúpínu og Kötlu Vigdísi. Stutt frá Akureyri og Dalvík Tónleikarnir verða úti, í porti á milli Verksmiðjunnar listagallerís og Kraftlyftingafélags Akureyrar (KFA). Sara segir að á Hjalteyri sé ríkt listalíf og landfræðileg lega staðarins myndi kjöraðstæður fyrir svona hátíð. „Þetta er aðeins í kortersakstursfjarlægð frá Akureyri, bara eins og að fara frá Kópavogi til Reykjavíkur á tónleika. Það er svo fallegt bæjarstæðið. Hráa iðnaðarlúkkið í bland við náttúruna. Svo þegar tónlistin bætist við þá held ég að það sé góð uppskrift.“ „Mér fannst gaman að blanda saman einhverju ólíku.“ Gestir hátíðarinnar munu geta skellt sér í pottinn. Aðsend Auk þess að vera tónlistarhátíð verður á svæðinu matarmarkaður frá Austurland Food Coop, matarvagn, hægt verður að fá tattú og skoða listarými á svæðinu. Þá verður heiti potturinn á svæðinu einnig opinn en hann er við sjóinn og hægt að fara í klifur hjá KFA. „Listamenn sem eru með stúdíó á svæðinu ætla að opna inn til sín þannig fólk geti komið og séð. Vikar er með stúdíó til dæmis og Katla Karlsdóttir skartgripahönnuður. Bríet notar skartið hennar mikið,“ segir Sara og á þá við söngkonuna. Tattú og klifur Einnig verður hægt að fá tattú hjá flúraranum Gabbý. Sara segir að hjá henni verði tattú í boði sem búið er að teikna fyrir hátíð. Sara segir takmarkaðan miðafjölda í boði í fyrsta sinn en ef vel gangi geti vel verið að hátíðin stækki að ári. „Við viljum geta gert þetta almennilega og ekki missa tökin með massívum fjölda. Það er rosa stemning á Hjalteyri og hér fyrir norðan. Við gáfum Hjalteyringum miða af virðingu við nærsamfélagið. Ég er ekki þaðan og maður er alltaf meðvitaður um að maður sé að „troða“ einhverju upp á fólk. Það var mjög skýrt frá upphafi að þeim yrði boðið og það ætlar fólk á öllum aldri að láta sjá sig.“ Dagskráin hefst um klukkan 11 með matarmarkaði og bröns. Eftir það eru opnar smiðjur og tattú og svo hefjast tónleikarnir klukkan 20.30 og standa til 23.30. „Hjalteyri er auðvitað einstaklega myndarlegur staður og ég held þetta gæti orðið eitt fallegasta sumarkvöldið, þó ég segi sjálf frá.“ Hægt er að fylgjast með skipulagningu hér og kaupa miða á tix eða við hurð.
Tónleikar á Íslandi Hörgársveit Tónlist Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fleiri fréttir Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið