Lífið

Ragga Holm og Elma trúlofaðar

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ragga Holm og Elma eru unnustur. 
Ragga Holm og Elma eru unnustur.  Ragga Holm

Reykjavíkurdóttirin og útvarpskonan Ragga Holm og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eru trúlofaðar. Frá þessu greinir Ragga í afmæliskveðju til Elmu á samfélagsmiðlum. 

„Hápunktur sumarsins er að hún sagði Já. Ég hlakka til að upplifa restina af ævinni með þér. Ég elska þig ástin mín,“ segir í Instagram færslu Röggu síðan í gær. 

Leiðir Röggu og Elmu lágu saman á djamminu, eins og Ragga orðaði það í viðtalsliðnum Ást er... á Vísi um árið.

Parið eignaðist sitt fyrsta barn í október í fyrra, dreng sem fékk nafnið Bjarki Bergþór. Ragga og Elma ræddu á sínum tíma opinskátt um barneignarferlið, sem reyndist þeim langt og strangt. 


Tengdar fréttir

Ragga Holm og Elma eignuðust dreng

Reykjavíkurdóttirin Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður eignuðust frumburð sinn þann 22. október síðastliðinn. Öllum heilsast vel og segist Ragga ekki geta sett það í orð hve stolt hún er af konunni sinni.

Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir létu skíra son sinn viðhátíðlega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Bjarki Bergþór.

„Óraunverulegustu fréttir sem við getum fært“

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir og kærastan hennar Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni í haust. Parið greinir frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum í gær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.