Lífið

Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Myndin sem um ræðir.
Myndin sem um ræðir. Instagram

Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 

Bieber birtir myndina á sjöunda tímanum en enginn myndatexti fylgir henni. Erlendir aðdáendur biðja popparann um samhengi í athugasemdakerfinu.

Á myndinni má sjá sígilt og rótgróið merki Hreyfils ásamt símanúmerinu sem flestir landsmenn ættu að kunna.

Áfengisverslunin Smáríkið og tannlæknastofan Krýna eru jafnframt staðsett í húsinu og merki þeirra sjást vel á myndinni. Auglýsingaskilti á miðju húsinu gætu einhverjir túlkað sem kitlu fyrir nýja plötu. 

Laufey Lin Jónsdóttir tónlistarkona bregst við myndinni í Instagram sögu.

„Mig óraði aldrei fyrir því að sjá tannlæknastofuna mína á Íslandi á Instagramminu hans Bieber en draumar geta víst ræst,“ skrifar hún. 

Instagram

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.