Lífið

Katrín og Þor­gerður gáfu syninum nafn

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjölskyldan á skírnardaginn.
Fjölskyldan á skírnardaginn. Instagram

Katrín Oddsdóttir lögmaður og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir tónlistar- og útvarpskona, gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn í heimahúsi í gær. Drengurinn fékk nafnið Sólbjörn.

Parið greindi frá gleðifréttunum á Instagram þar sem þau birtu mynd af fjölskyldunni prúðbúinni í tilefni dagsins. Sólbjörn litli kom í heminn þann 14. júní síðastliðinn og er þeirra fyrsta barn saman. Fyrir á Katrín tvo drengi.

Parið tilkynnti að von væri á stækkun í fjölskyldunni í janúar síðastliðnum. Þar sögðu þær að hlýjar minningar frá síðasta sumri ylji í janúarstorminum: „Er þá ekki upplagt að opinbera fréttirnar um að það fjölgar í litla költinu okkar í byrjun júní,“ skrifaði Þorgerður við færsluna og birti mynd af fjölskyldunni.

Katrín hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir störf sín sem lögmaður og meðal annars starfað fyrir Öryrkjubandalagið. Þorgerður Ása er útvarpskona og vísnasöngkona, sem gaf út sína fyrstu plötu árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.