Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. júlí 2025 08:55 Það fór vel á með þeim Perry og Bloom á Óskarnum í mars. Nú fjórum mánuðum síðar er sambandi þeirra lokið. Getty Katy Perry og Orlando Bloom, sem bundu nýlega enda á níu ára samband sitt, sáust saman í brúðkaupsferð milljarðamæringsins Jeff Bezos og sjónvarpskonunnar Lauren Sanchez á snekkju Amazon-stofnandans í Ítalíu. Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum. Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Slúðurmiðlar vestanhafs náðu myndum af parinu fyrrverandi þar sem mátti sjá þau slappa af á sundfötunum á risavaxinni snekkjunni og leika við fjögurra ára dótturina Daisy Dove Bloom. Þá sást einnig til þeirra þriggja stíga af snekkjunni í Capri til að fara með dótturina að fá ís. Sögusagnir gengu síðustu mánuði um að samband þeirra Perry og Bloom væri á enda og í lok júní greindu dægurmiðlar frá því að sambandi þeirra væri lokið. Í stjörnubrúðkaupi Bezos og Sanchez, sem fór fram í Feneyjum helgina 26. til 28. júní, var Perry hvergi sjáanleg en Bloom mætti einn síns liðs og í miklu stuði. Síðasta fimmtudag birtu þau Perry og Bloom síðan sameiginlega yfirlýsingu þar sem þau staðfestu að sambandinu væri lokið og að þau hygðust einbeita sér að því að ala saman upp fjögurra ára dóttur sína. „Þau munu halda áfram að sjást saman sem fjölskylda þar sem forgangsatriði þeirra verður að ala upp dóttur sína með ást, stöðugleika og gagnkvæma virðingu að leiðarljósi,“ sagði í yfirlýsingunni sem þau sendu út vegna „mikils áhuga og samtala“ varðandi samband þeirra. Sex ára trúlofun á enda Hin fertuga Perry og hinn 48 ára Bloom byrjuðu saman 2016, hættu saman í stutta stund árið 2017 en byrjuðu svo saman aftur skömmu síðar og trúlofuðust á Valentínusardeginum 2019. Ári síðar opinberaði Perry að hún væri með barni í tónlistarmyndbandinu við lagið Never Worn White. Dóttir þeirra, Daisy Dove, kom svo í heiminn í ágúst 2020. Perry, sem var áður gift bandaríska grínistanum Russell Brand, sló í gegn árið 2008 með laginu „I Kissed a Girl“ en meðal annara smella hennar eru „California Gurls“ og „Firework“. Breski leikarinn Orlando Bloom, sem var áður giftur áströlsku fyrirsætunni Miröndu Kerr og á með henni fjórtán ára dreng, sló í gegn í kvikmyndunum um Hringadróttinssögu, en hefur einnig leikið í myndum á borð við Pirates Of The Caribbean og Hobbitanum.
Hollywood Ítalía Ástin og lífið Börn og uppeldi Tengdar fréttir Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03 Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. 26. júní 2025 10:03