Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 21:43 Heimir Guðjónsson var ánægður með sitt lið en ekki dómarann. Ernir Eyjólfsson/Vísir FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. „Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira
„Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Rooney er ósammála Gerrard Sæmundur heimsmeistari aftur Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Sjá meira