Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. júlí 2025 20:20 Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. vísir/lýður Valberg Prófessor í félagsfræði segir skilti sem bannar boltaleik við grunnskóla eftir klukka tíu vera hluta að stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta. Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar. Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira
Í spilaranum hér að neðan má sjá eitt umdeildasta skilti höfuðborgarsvæðisins sem að fólk skipast í fylkingar vegna. Sumir botna ekkert í því að banna börnum að leika sér og aðrir segja skiljanlegt að nágrannar vilji frið á kvöldin. Jón Már Torfason, lögfræðingur vakti athygli á skiltinu við Hlíðaskóla í gær í færslu og sagði það skjóta skökku við að banna börnum heilsusamlega hreyfingu að kvöldi á meðan vandi barna er töluvert til umfjöllunar. Þá er minnt á að útivistartími þrettán til sextán ára á sumrin er til miðnættis og hefur færslan farið eins og eldur um sinu á Facebook. Rúmlega 600 manns haf brugðist við henni og hafa 120 deilt henni áfram. Hafi áhrif á félagslega heilsu barna Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, tekur undir orð Jónasar og segir skiltið vera hluta af stærra vandamáli. „Þegar það er farið að kvarnast úr tækifærum ungs fólks til að koma saman og leika sér í einhverju uppbyggilegu þá er verið að draga úr lífsgæðum þeirra. Þegar það safnast allt saman þá hefur það slæm áhrif á ungt fólk og við sjáum þetta til dæmis með lokunartíma sundlauga og það er verið að draga úr opnunartíma félagsmiðstöðva.“ Of lítil virðing sé borin fyrir því félagslega og mikilvægi þess að fólk komi saman. Viðar minnir á að mikið hefur verið fjallað um vandamál ungmenna undanfarið með tilliti til andlegrar heilsu og einangrun þeirra. „Þetta er mjög þarft núna að horfa á heim barna og ungmenna. Ungmenni, sérstaklega á sumrin eru á annarri tímaklukku en fullorðna fólkið og við þurfum að taka tillit til þeirra. Þá fer það að hafa áhrif á félagslega heilsu þeirra og við erum þá að vísa þeim annað. Við erum að vísa þeim í sjáheimanna eða bara eins og í gamla daga niður á halllærisplan í bænum þar sem þau geta verið bara að leika sér og verið með háreysti fram á kvöld.“ Hugsa heildstætt í staðinn fyrir niðurskurð og boð og bönn Það skorti að setja sig í spor ungmenna og hugsa heildstætt í staðinn fyrir boð og bönn og niðurskurð. „Við þurfum að sjá skóginn fyrir trjánum og átta okkur á hvernig umhverfi við getum boðið ungu fólki upp á svo að það vaxi og dafni.“ Er það kannski skiljanlegt að einhverju leyti að nágrannar hér í grenndinni vilji fá næði seint á kvöldin? „Ég þekki þetta tiltekna mál hérna við Hlíðaskóla ekki en ef að þessir vellir eru í bakgarðinum hjá fólki þá getur alveg verið réttmætt. Það er kannski elliheimili eða sambýli eða eitthvað slíkt. Hérna virðist þetta ekki vera í bakgarðinum hjá fólki. Þannig að kannski er þetta bara partur af stærra samhengi og búið að banna þetta víðar.
Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Sjá meira