Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar 1. júlí 2025 11:32 Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Mannauðsmál Dýr Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Sjá meira
Nítján ára gömul tók ég þátt í verkefninu, Young Europe Africa og keyrði frá London til Jóhannesarborgar með hópi ungs fólks í þeim tilgangi að brúa bil milli æsku heimsálfa og leysa saman vandasöm viðfangsefni. Meðal verkefna okkar var að byggja hús frá grunni fyrir Rauða krossinn, reisa vatnsturna fyrir Sameinuðu þjóðirnar og bjarga hópi nashyrninga frá útrýmingu í samstarfi við World Wildlife Fund (WWF). Eitt mikilvægasta verkefnið var þó að halda okkur sjálfum á lífi, öruggum, óslösuðum, á réttri leið, réttum megin við veður, náttúru og pólitík. Leiðangurinn var í senn heillandi og ógnvekjandi – enda verkefnin stór, náttúran ókunnug, leiðangursmenn frá mismunandi menningarheimum talandi 8 tungumál og búnaður vægast sagt einfaldur. Veganesti og verðmæti Í baksýnispeglinum sé ég reynslulítinn hóp frumkvöðla með göfugan tilgang, á portúgölskum UMM Transcat jeppum takast á við dagleg ævintýri í anda Survivor. Þegar leiðangurinn var skipulagður var fyrst og fremst horft til þess að tryggja búnað, eldsneyti, matarbirgðir og að handvelja þátttakendur og styrktaraðila. En strax á fyrstu metrunum í Sahara eyðimörkinni var ljóst að enn mikilvægari – og óáþreifanlegri farangur skipti meira máli. Verkaskipting, stefnufesta, úrræðagleði, útsjónarsemi samskipti, þrautseigja, umburðarlyndi, frumkvæði og ábyrgð hvers reyndist vera veganestið sem kom okkur á leiðarenda tæpu ári seinna. Þegar ég hugsa til baka var ótrúlegt hvað þessi fjölbreytti hópur ungmenna náði að læra saman við ýktar aðstæður um hvernig átti að taka erfiðar ákvarðanir t.d. eftir bílveltur og skógarelda, að nota aðferðir samningatækni við kaup á dísel olíu eða kóralmúrsteinum, að taka erfið samtöl á viðkvæmum landamærum umkringd vélbyssum, að sýna auðmýkt gagnvart flóknum menningarheimum og vinna úr ágreiningi varðandi verklag og forgangsröðun. Þegar við komum til Suður-Afríku tæpu ári seinna, var ljóst að þau raunverulegu verðmæti sem eftir stóðu voru ekki í bílunum, brúsunum, tjöldunum eða verkfærunum sem við lögðum okkur svo fram við að fjármagna. verðmætin fólust í nýrri færni þessa unga fólks sem hafði náð takmarkinu og öðlast dýrmæta innsýn og færni í mikilvægi ábyrgðar, framtíðarsýnar, ákvörðunartöku, forgangsröðunar, samstarfs og útsjónarsemi. Þessari færni búum við ennþá að í dag og þjóna hverju og einu okkar enn á lífsins leið. Framtíðarfærni – og vegferð vinnustaða Ég er oft spurð að því hvort íslenskir vinnustaðir búi að þeim leiðtogahæfileikum, færni, menningu og getu til að ná markmiðum næstu 3 til 5 árin—í ljósi óstöðugleika og óróleika heimsins. Nýlegar rannsóknir alþjóðlegra greiningarfyrirtækja benda til þess að betur má ef duga skal. 75% af þeim vinnustöðum sem Josh Bershin og hans rannsakendur ræddu við töldu svo ekki vera. Og aðeins 23% af mannauðsstjórum sem Gartner ræddi við taldi verðandi leiðtoga geta tekist á við framtíðarþarfir vinnustaðarins. Að mörgu leiti má segja að vinnustaðurinn sé sá vettvangur sem skerpir á mikilvægri færni einstaklinga og gerir okkur kleift að blómstra í verkefnum dagsins og vaxandi óvissu. World Economic Forum birtir reglulega spá um mikilvægustu færniþætti atvinnulífsins í skýrslu sinni Future of Jobs Reports 2030. Samkvæmt skýrslunni eru þeir færniþættir sem standa upp úr á gervigreindaröld:1) hugræn færni svo sem sköpunargleði og greiningarhæfni, 2) færni sem snýr að sjálfsábyrgð svo sem þrautseigja, aðlögunarhæfni, forvitni og lífstíðarlærdómur, 3) samstarfsfærni svo sem forysta og áhrif 4) siðferði 5) tækniþekking. Hvernig styður þú þitt fólk í áskorunum dagsins í síbreytilegum heimi og hjálpar því að komast á ykkar áfangastað? Alveg eins og árangursríkt fólk skapar árangursríka vinnustaði þá leggja góðir vinnustaðir til grunnin að vexti fólks með því að leggja stöðugt rækt við að þróa mikilvæga færni hvers og eins á forsendum hvers og eins. Þannig verða til verðmæti sem þjóna vexti einstaklinga, vinnustaða og samfélaga um ókomin ár. Leggjum rækt við raunveruleg verðmæti til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar