„Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar 30. júní 2025 10:31 Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun