„Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar 30. júní 2025 10:31 Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hafa átt sér stað miklar umræður um skólamál og skólakerfið í heild sinni jafnvel gjaldfellt, sér í lagi grunnskólinn. Umhverfi grunnskólans hefur breyst mikið frá því sem var. Það er fagnaðarefni að fólk hafi áhuga á því gríðarlega mikilvæga starfi sem þar fer fram en um leið er mikilvægt að umræðan sé á uppbyggilegum nótum. Á tímum breytinga má færa rök fyrir því að fagmennska sé mikilvægasta veganestið því hún er rauði þráðurinn í öllu starfi breytinga í skólum. Það er mín reynsla að kennarar þessa lands vinni af heilindum, leggi sig fram um að mæta nemendum þar sem þeir eru og leiti stöðugt leiða til að skapa þær aðstæður að nám geti átt sér stað. Sitt sýnist þó hverjum og ýmsum forsendum er skellt á borðið. Námsmatskvarða ber oft á góma í umræðu um grunnskólann. Sumir nefna að námsmatið sé óraunhæft og skili takmarkaðri vitneskju um stöðu nemenda. Raunin er sú að námsmatskvarðinn A, B, C er mun meira lýsandi fyrir nemendur heldur en tölukvarði. Nemendur fá mun betri lýsingu á hæfni sinni, hvar þeir hafa bætt sig og að hverju er raunhæft að stefna. Hann gefur kennara tækifæri til að kenna út frá markmiðum, nemendur átta sig betur á eigin stöðu og námsmeðvitund þeirra eykst svo um munar. Um leið gefst foreldrum betra tækifæri til að fylgjast með námi barna sinna. Aðalnámskrá grunnskóla sem gefin var út árið 2011 og boðaði þessar róttæku breytingar á námsmatskerfinu var langt í frá innleidd á markvissan hátt. Undirbúningur hefði vissulega mátt vera mun betri. Engu að síður er fjöldi skóla sem nýtir kerfið sem námskráin boðar á markvissan og upplýsandi hátt og uppskeran er ríkuleg. Nemendur vita einfaldlega til hvers ætlast. Einhverjir segja að matið sé huglægt. Námsmat byggt á tölukvarða er hins vegar líka huglægt. Þar semur kennarinn próf, ákvarðar stig fyrir hverja spurningu og allt traust er sett á fagmennsku við að telja stig. Með bókstafakerfinu er hins vegar auðveldara að rýna í fyrir hvað nákvæmlega er gefið, hvað það er sem liggur til grundvallar matinu og þannig gefur það nemendum innsýn í uppskeru, tækifæri til markmiðasetningar og almenns samtals um námið. Og þar komum við að kjarna málsins, því sem helst hefur verið notað til að stjaksetja skólakerfið í heild sinni. PISA. Þegar fyrirlögn PISA prófsins nálgast fer af stað mikil vinna innan skólanna við að hvetja nemendur til að gera sitt besta. Það sé mikilvægt fyrir skólakerfið að vita hvar Ísland stendur og þau séu þar mikilvægur hlekkur. Prófið er hins vegar langt og ramminn er stífur. Nemendur fá einungis stutta pásu, og eflaust hefði verkalýðsforystan eitthvað út á skipulagið að setja. Fyrirlögnin þarf þó að vera eins í öllum löndum og því má engu breyta. Í takti við aukna námsmeðvitund er hins vegar ein fyrsta spurning nemenda þegar prófið er kynnt: ,,Fáum við einkunn fyrir þetta?” Jafnvel þó nemendur sé hvattir til að gera sitt besta, nýta prófið sem æfingu, þá er alltaf ákveðinn hluti nemenda sem gerir það ekki - sá hluti sem er hagnaðardrifinn og veit að hann fær ekki beina endurgjöf. Þeim nemendum finnst þetta ekki skipta neinu máli. Nú í vor spjallaði ég við nemendur sem gengu út úr prófinu. Þrátt fyrir allskonar samræður fyrir prófið og hvatningu um að öll gerðu sitt besta gekk nokkuð stór hluti út hlæjandi. Þeim fannst prófið leiðinlegt, sáu engan tilgang með því að leggja sig fram og ,,settu bara krossinn einhvers staðar. Þetta skiptir hvort eð er engu máli.” Sá hluti var að stærstum hluta drengir. Niðurstöðurnar eru hins vegar blóðmjólkaðar og hrópin enduróma - drengir þessa lands eru upp til hópa ólæsir. Það er eðlilegt að nemendur 10. bekkjar viti hvað gagnast þeim og hvað ekki. Það má teljast eðlilegt að stór hluti taki bara þátt að nafninu til. Það er hins vegar langt í frá eðlilegt að grunnskólar landsins séu stjaksettir vegna útkomunnar. Ég fagna allri umræðu um skólamál, sé hún málefnaleg og fagleg. Því miður eru PISA niðurstöður ekki innlegg í þess háttar umræðu. Það væri gott ef þeim væri tekið með töluverðum fyrirvara. Þá getum við farið að ræða saman af alvöru. Höfundur er deildarstjóri í Sæmundarskóla og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun