Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. júní 2025 12:19 Marius Borg Høiby er í klandri. EPA/VEGARD WIVESTAD GROTT Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar. Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Marius Borg Høiby er sonur Mette-Marit, norsku krónprinsessunnar, úr fyrra sambandi og þar af leiðandi stjúpsonur Hákonar krónprins af Noregi. Á blaðamannafundi lögreglu í dag greindi lögfræðingur lögreglu frá öllum brotum Høiby sem hann er grunaður um. Høiby hefur áður verið sakaður um tvær nauðganir en nú er hann grunaður um mun fleiri brot. Rannsókn lögreglu er lokið en er málið nú á borði ríkissaksóknara. Hann er nú grunaður um eina nauðgun þar sem samfarir áttu sér stað og tvær nauðganir án samfara. Þá er hann talinn hafa fjórum sinnum hagað sér á óviðeigandi kynferðislegan hátt, beitt ofbeldi í nánu sambandi, framið tvær líkamsárásir og skemmdarverk. Høiby er einnig grunaður um að hafa brotið fimm sinnum gegn nálgunarbanni, fimm umferðarlagabrot og fyrir að hafa áreitt lögreglu. Samkvæmt umfjöllun NRK eru fórnarlömbin í málinu á milli fimmtán og tuttugu manns. Þeirra á meðal eru fyrrverandi kærustur Høiby. Málið er nú komið á borð ríkissaksóknara í Osló. Ríkissaksóknari tekur síðan ákvörðun hvort Høiby verði kærður í málunum. Hann hefur neitað sök í flestum málunum en játar að hafa framkvæmt eignaspjöll og beitt konu ofbeldi á meðan hann var undir áhrif áfengis og kókaíns. Hann hefur verið yfirheyrður fjórtán sinnum af lögreglu. „Hann tekur þessu mjög alvarlega og hefur unnið vel með lögreglunni,“ segir Petar Sekulic, einn lögmanna Høiby. Í ágúst var Høiby handtekinn þrisvar sinnum, fyrir ýmis konar brot, þar á meðal grunaður um nauðgun og ofbeldi gegn konu. Hann var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í nóvember vegna rannsóknar á ofbeldisbrotum sem hann á að hafa framið. Nokkur mál felld niður Ákveðið hefur verið að ákæra ekki í nokkrum málum, þar á meðal máli Julianne Snekkestad, fyrirsætu og fyrrverandi kærustu Høiby. Það sé vegna þess að ekki liggi fyrir næg sönnunargögn. Þá segir Helga Salomon, lögfræðingur fjögurra fórnarlambanna, að mál þriggja þeirra voru felld niður. Þar á meðal eru tvær nauðganir og óviðeigandi kynferðisleg hegðun. Eitt þeirra ætlar að áfrýja ákvörðuninni. Málin voru felld niður annars vegar vegna fyrningar og hins vegar vegna skorts á sönnunargögnum. Mikill fjöldi hefur verið yfirheyrður í tengslum við málið en enginn úr konungsfjölskyldunni. „Málið er í farvegi í dómskerfinu og fylgir venjulegum verklagsreglum. Við höfum engu við að bæta,“ segir í yfirlýsingu konungsfjölskyldunnar.
Mál Mariusar Borg Høiby Noregur Kóngafólk Erlend sakamál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira