Tölum um stóra valdaframsalsmálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 08:32 Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Talað hefur verið um það að bókun 35 sé ekki nógu gott heiti þegar rætt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, um að lögfestur verði forgangur innleidds regluverks frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn gagnvart íslenzkri löggjöf þó málið snúist sannarlega um umrædda bókun við samninginn. Ég vil því leggja til heitið stóra valdaframsalsmálið eða einfaldlega valdaframsalsmálið til styttingar. Vald yfir íslenzkum málum hefur áður verið framselt til stofnana Evrópusambandsins, bæði óbeint og í auknum mæli beint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum. Hefur þróun samningsins jafnt og þétt verið meira í þá átt þó enn sé langur vegur frá því að það jafnist á það valdaframsal sem fælist í inngöngu í sambandið. Hins vegar hefur hingað til einkum verið um að ræða framkvæmdavald á afmörkuðum en þó mikilvægum sviðum í gegnum einstakar lagagerðir. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar sem fyrr segir um lögfestingu þess að allt regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið hér á landi í gegnum EES-samninginn frá því að Íslands gerðist aðili að honum fyrir rúmum 30 árum og allt það regluverk sem mun verða innleitt í framtíðinni gangi framar íslenskri löggjöf. Með öðrum orðum er um að ræða miklu stærra mál en við höfum staðið frammi fyrir áður og þar með talin aðildin að samningnum í byrjun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun