Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2025 23:34 Örlygur Hnefill Örlygsson er eigandi Eurovison-safnsins á Húsavík. Sýn Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira
Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur
Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Síðasta púslið væntanlegt í maí Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Fleiri fréttir Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Sjá meira