Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Jón Ísak Ragnarsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 26. júní 2025 23:34 Örlygur Hnefill Örlygsson er eigandi Eurovison-safnsins á Húsavík. Sýn Fimm ár eru síðan Eurovision myndin fræga með Will Ferrell í aðalhlutverki um Húsvíkinga sem kepptu í Eurovision fyrir Íslands hönd var frumsýnd. Myndin setti Húsavík á kortið á alþjóðavettvangi og enn í dag flykkjast Eurovision aðdáendur þangað að bera þorpið augum, og til að skoða Eurovision-safnið sem þar hefur risið. Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira
Eurovision-safnið er staður þar sem stuðið hættir aldrei, en Margrét Helga Erlingsdóttir fréttamaður var á Húsavík og ræddi þar við Örlyg Hnefil Örlygsson, eiganda safnsins. Áhuginn enn til staðar Örlygur segir að þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá því að myndin var frumsýnd sé ótrúlegt hvað áhuginn á þessu öllu hefur enst lengi. „Myndin kemur út í Covid, margt fólk sá myndina og hugsaði mig langar að fara til Húsavíkur, en það gat ekki komið.“ „Þetta dreifðist yfir mörg ár, og það var miklu heilbrigðara, þetta er bara búið að vera jafnt og þétt, fólk er enn að koma alla daga hingað, fólk sá þessa mynd í covid og hugsaði bara, ég ætla koma þangað,“ segir Örlygur. Eurovision aðdáendur geta verið ansi heitir, þú hlýtur að hafa hitt þá allra heitustu? „Ég hef hitt rosalega heita aðdáendur, bæði fólk sem elskar þessa bíómynd og Eurovison og getur sagt mér allt um það hver keppti fyrir Ísland 93' og svona.“ Örlygur er stoltur af mörgum munum sem safnið býr yfir, meðal gripa safnsins er fatnaður frá Gleðibankanum og Birgittu Haukdal. „Hún er Húsvíkingur. Við erum hérna með Láru líka með, því að krakkarnir þekkja Birgittu miklu meira fyrir bækurnar en sönginn, litlu krakkarnir,“ segir Örlygur. „Hún er Eurovisionstjarna okkar Húsvíkinga.“ „Svo erum við náttúrulega með Stebba Hilmars, hérna er seinna skiptið sem hann fór í Eurovision, sem var árið 91 í Róm, þegar þeir Stebbi og Eyvi tóku Nínu.“ Segir Örlygur svo frá því að Stebbi Hilmars og Eyvi hafi komið á Húsavík fyrir tveimur eða þremur árum og haldið tónleika í salnum. Hann hafi verið troðinn og kveðst Örlygur aldrei hafa upplifað annað eins, stemningin hafi verið svo mikil. Þá segir Örlygur að hann geti ekki annað en glaðst þegar fólk spyr um hið fræga lag Jaja Dingdong. „Fólk kemur með svo mikla gleði þegar það spyr um þetta lag ... ég held ég verði aldrei þreyttur á því,“ segir Örlygur
Eurovision Norðurþing Eurovision-mynd Will Ferrell Ferðaþjónusta Bíó og sjónvarp Söfn Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sjá meira