Áhyggjuefni hve Ísland hefur dregist mikið aftur úr Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júní 2025 19:01 Mathias Cormann framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Vísir/Sigurjón Áhyggjuefni er hvað Ísland hefur dregist aftur úr í menntamálum að mati Efnahags- og framfarastofnunarinn OECD. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu og jafnframt að efla þurfi raforkuframleiðslu hér á landi. Skýrslan var birt í dag en þar kemur fram að viðhalda þurfi aðhaldi í ríkisfjármálum, bæta menntun og efla raforkuframleiðslu til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi. Þannig telur stofunin stöðu raforkumála og menntamála hér á landi sérstakt áhyggjuefni. Sýn/Grafík Er sérstaklega vikið að íslenskufærni nema af erlendu bergi brotnu, en mikill munur er á færni þeirra og innflytjenda í öðrum OECD löndum og er lagt til að skipulögð íslenskukennsla verði aukin til muna. „Og við teljum að visst eftirlit með þessum stöðlum á landsvísu og samræmd próf geti hjálpað til við að bæta frammistöðuna yfir alla línuna,“ segir Mathias Corman framkvæmdastjóri OECD sem kynnti skýrsluna í dag. Sýn/Grafík Þá telur stofnunin mikilvægt að Íslendingar auki framboð á raforku til þess að mæta orkuskiptum vegna loftlagsbreytinga. Eftirspurn eftir orku hafi aukist en framboð sé ekki í takti við það og framleiðendur eigi erfitt með að mæta henni. Sérstaklega telur stofnunin þunglamalegt leyfisveitingaferli halda aftur af nýjum virkjunum og framkvæmdum við flutningslínur. „Svo komum með nokkrar tillögur um auknar fjárfestingar og einnig að leyfisveitingaferlið verði auðveldað, til að tryggja að Ísland geti haldið áfram að njóta góðs af orkuöryggi og ódýrum aðgangi að orku.“ Sýn/Grafík Fjármálaráðherra segir að Ísland hafi þegar ráðist í sumar af þeim aðgerðum sem lagðar eru til í skýrslunni. „Það er sérstaklega stöðugleikareglan um ríkisfjármál sem OECD hefur lagt til ítrekað, raunar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líka og síðan er það einföldun á leyfisveitingaferlinu í kringum orkuöflun sem hefur verið megináhersla orku- og umhverfisráðherra og við höfum verið að vinna mjög ötullega að.“ Efnahagsmál Skóla- og menntamál Orkumál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Skýrslan var birt í dag en þar kemur fram að viðhalda þurfi aðhaldi í ríkisfjármálum, bæta menntun og efla raforkuframleiðslu til þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt og lífsgæði á Íslandi. Þannig telur stofunin stöðu raforkumála og menntamála hér á landi sérstakt áhyggjuefni. Sýn/Grafík Er sérstaklega vikið að íslenskufærni nema af erlendu bergi brotnu, en mikill munur er á færni þeirra og innflytjenda í öðrum OECD löndum og er lagt til að skipulögð íslenskukennsla verði aukin til muna. „Og við teljum að visst eftirlit með þessum stöðlum á landsvísu og samræmd próf geti hjálpað til við að bæta frammistöðuna yfir alla línuna,“ segir Mathias Corman framkvæmdastjóri OECD sem kynnti skýrsluna í dag. Sýn/Grafík Þá telur stofnunin mikilvægt að Íslendingar auki framboð á raforku til þess að mæta orkuskiptum vegna loftlagsbreytinga. Eftirspurn eftir orku hafi aukist en framboð sé ekki í takti við það og framleiðendur eigi erfitt með að mæta henni. Sérstaklega telur stofnunin þunglamalegt leyfisveitingaferli halda aftur af nýjum virkjunum og framkvæmdum við flutningslínur. „Svo komum með nokkrar tillögur um auknar fjárfestingar og einnig að leyfisveitingaferlið verði auðveldað, til að tryggja að Ísland geti haldið áfram að njóta góðs af orkuöryggi og ódýrum aðgangi að orku.“ Sýn/Grafík Fjármálaráðherra segir að Ísland hafi þegar ráðist í sumar af þeim aðgerðum sem lagðar eru til í skýrslunni. „Það er sérstaklega stöðugleikareglan um ríkisfjármál sem OECD hefur lagt til ítrekað, raunar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn líka og síðan er það einföldun á leyfisveitingaferlinu í kringum orkuöflun sem hefur verið megináhersla orku- og umhverfisráðherra og við höfum verið að vinna mjög ötullega að.“
Efnahagsmál Skóla- og menntamál Orkumál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira