Bryndís vill íslenska hermenn á blað Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júní 2025 14:40 Bryndís Haraldsdóttir hefur lengi talað fyrir auknum umsvifum Íslands innan norræns varnarsamstarfs. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins vill að ríkið útbúi lista yfir íslenska ríkisborgara með reynslu og þekkingu á varnarmálum sem gætu meðal annars tekið þátt í vörnum kæmi til stríðsátaka. Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir veigrar sér ekki við því að ræða um hernað í íslensku samhengi sem er og hefur frá upphafi verið umdeilt mál hér á landi. Hún segist hafa lagt mikla áherslu á að samhæfa öryggis- og varnarmál Norðurlanda á tíma hennar sem forseti Norðurlandaráðs en hún gegndi því embætti á síðasta ári. Þar mælti hún fyrir því að auka samstarf í hernaðarmálum þvert á Norðurlöndin og samhliða því þátttöku Íslands í slíku samstarfi til að „við sýnum og sönnum enn frekar að við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her.“ Íslenskir hermenn ótiltækir ríkinu Að því marki lagði hun fram fyrirspurn til utanríkisráðherra um herþjónustu íslenskra ríkisborgara. Í svarinu sem henni barst á dögunum kemur í ljós að íslensk stjórnvöld hafi nær enga yfirsýn yfir þátttöku íslenskra ríkisborgara í herþjálfun og herþjónustu erlendis. Ráðuneytið búi aðeins yfir gögnum um fjölda umsókna í norskan herskóla, þar sem umsækjendur sendi gögnin í gegnum utanríkisráðuneytið. Þá hafi ráðuneytið enga vitneskju um hversu margir Íslendingar hafa tekið þátt í herþjónustu á átakasvæðum eða sinnt slíkri þjónustu erlendis almennt. Þetta álítur Bryndís vera sóun. „Það er hægt að horfa á það sem eins konar sóun ef við eigum fólk sem hefur þekkingu annað hvort þannig að það hafi farið í nám hjá erlendum herjum eða fengið þjálfun og jafnvel farið á vígstöðvar. Við ættum að leggja okkur fram við að hafa yfirlit yfir þessa þekkingu,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Eins og læknar og hjúkrunarfræðingar í faraldrinum Bryndís segir að hægt væri að afla gagna um Íslendinga sem hafa gegnt herþjónustu eða lagt stund á hernám erlendis og útbúa lista sem hægt væri að kalla til. „Það gæti verið svipað og þegar við vorum í faraldrinum og við vorum að óska eftir því að fólk sem væri með hjúkrunarpróf eða læknapróf myndi skrá sig á lista,“ segir hún. Aðspurð segist hún ekki telja að herir vinaþjóða okkar skirrtust við að deila upplýsingum með íslenskum stjórnvöldum. „Ef fólk er skráð enn í herinn og hefur einhverjum skyldum að gegna mætti það væntanlega ekki fara í þjónustu við íslenska ríkið öðruvísi en með samþykki viðkomandi hers. En oft á tíðum er þetta nám og fólk búið að sinna einhverju og er svo frjálst ferða sinna. Ég er að horfa til fólks sem hefur farið í nám eða unnið fyrir nágrannaríki okkar, vinaríki okkar. Ég hef lengi talið lengi fyrir því að við eigum að efla enn frekar norrænt samstarf á sviði öryggis- og varnarmála. Ég lagði mig fram við það sem forseti Norðurlandaráðs að leggja sérstaka áherslu á aukið samstarf Norðurlandanna á þessu sviði,“ segir hún. Íslendingar þurfi að stilla hugarfarið inn á hernað Í grunninn snúist þetta um að gera Ísland að „verðugri samstarfsaðila“ á sviði varnarmála. „Við sjáum hvað er að gerast núna á NATÓ-fundinum og með öllum þessum yfirlýsingum. Það er auðvitað pressa á það að við sýnum og sönnum enn frekar hvernig við erum verðugir bandamenn án þess þó að vera með her,“ Íslendingar horfi upp á breytta heimsmynd sem þeir þurfi að kyngja. „Þetta eru mjög nýjar pælingar fyrir okkur Íslendingar en því miður er þetta sá veruleiki sem við þurfum að setja okkur í. Landsmenn þurfa að sjá mismunandi vinkla á þessu. Það er nauðsynlegt að stilla hugarfarið okkar inn á það að við lifum ekki á friðartímum lengur,“ segir Bryndís Haraldsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira