Ábyrg stefna í útlendingamálum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. júní 2025 11:02 Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Landamæri Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Landamærin okkar eru orðin pólitískt átakaefni. Engum gagnast að hunsa þá staðreynd. Við verðum að geta rætt málin. Opnum landamærum er mótmælt af einum hópi og lokuðum landamærum mótmælt af öðrum. Þetta eru jaðrarnir. Hlutverk stjórnvalda er að setja sér og fylgja ábyrgri stefnu í útlendingamálum. Kjarni málsins er þessi: Við getum ekki tekið við öllum. Við eigum hins vegar að taka vel á móti því fólki sem fær leyfi til að setjast hér að. Mikilvægast af öllu er að veita börnum af erlendum uppruna jöfn tækifæri á við íslensk börn. Börn sem hafa flúið hörmungar eiga að fá raunveruleg tækifæri. Aðgangur að tungumálinu er mikilvægasta verkfærið í þeim efnum. Þessum hópi þurfum við að gæta sérstaklega vel að. Mikil fólksfjölgun Á árunum 2022-2024 tók Útlendingastofnun á móti tæplega 28 þúsund umsóknum um dvalarleyfi, rúmlega helmingi fleiri en á árunum á undan. Fjöldi umsókna á árinu 2024 tvöfaldaðist frá árinu 2020. Þessi sömu ár voru metár hvað varðar fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Allt hefur þetta haft áhrif á málsmeðferðartíma hjá stjórnvöldum. Kostnaður ríkissjóðs við umsækjendur um alþjóðlega vernd árin 2022–2024 voru rúmlega 48 milljarðar kr. Miklir fólksflutningar hafa verið til landsins í þágu atvinnulífs undanfarin ár. Á sama tíma hefur mikill fjöldi fólks sótt hér um alþjóðlega vernd. Þetta hefur gerst hratt. Þessu fylgja áskoranir og álag á innviði. Ég heyri þetta í samtölum við kennara, við heilbrigðisstarfsfólk og lögreglumenn. Og tölurnar tala sínu máli. Samræmum reglur við nágrannaríkin Það er skýr stefna ríkisstjórnarinnar að gæta samræmis við reglur nágrannaríkja á sviði útlendingamála. Mín fyrstu skref í þessa átt er frumvarp sem liggur fyrir Alþingi núna. Frumvarpið gerir stjórnvöldum kleift að afturkalla vernd þeirra sem brotið hafa alvarlega af sér. Með því er líka afnumin hin svokallaða 18 mánaða regla, séríslensk regla um að útlendingur fái sjálfkrafa dvalarleyfi vegna tafa á málsmeðferð. Þetta eru nauðsynlegar breytingar. Ég hef líka kynnt áform mín um að efla embætti lögreglunnar á Suðurnesjum. Á næsta haustþingi mun ég leggja fram frumvarp um brottfarastöð ásamt því að færa móttökustöð og framkvæmd ákvarðana um brottvísun og frávísun til lögregluembættisins. Með því verður meðferð mála skilvirkari. Samhliða uppfyllum við alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Nú eru útlendingar í ólögmætri dvöl vistaðir í fangelsi. Sú framkvæmd hefur verið gagnrýnd og réttilega lýst sem ómannúðlegri. Endurskoðun á dvalarleyfum Á vormánuðum skipaði ég starfshóp um dvalarleyfi með það skýra markmið að rýna reglur um dvalarleyfi á Íslandi. Mér varð strax ljós á fyrstu dögum mínum í embætti að okkur skortir yfirsýn í þessum málum. Hópurinn færir mér skýrslu og tillögur að úrbótum í sumar. Niðurstöðurnar mun ég kynna sérstaklega. Helsta markmiðið er að loka fyrir misnotkun á dvalarleyfum, tryggja betri úrræði fyrir þolendur mansals og samræma kerfið við Norðurlöndin. Þá er brýnt að einfalda reglur og laða til landsins nauðsynlega starfskrafta. Það á vera erfitt að svindla en létt að gera rétt. Allt eru þetta mikilvæg skref til að ná stjórn á aðstæðum og vinna eftir ábyrgri stefnu. Á Alþingi liggur núna fyrir mikilvægt fyrsta skref. Ríkisstjórnin er samhent um þessar aðgerðir, en nú veltur á stjórnarandstöðunni að bretta hendur fram úr ermum og hætta tafarleikjum. Það er nauðsynlegt svo við getum haldið vinnunni áfram í haust. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun