Þegar óttinn er ekki sannur Sigurður Árni Reynisson skrifar 23. júní 2025 19:03 Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég man eftir óttanum sem sat djúpt í mér. Hann virtist jafn fáránlegur og hann var raunverulegur. Ég hafði skrifað hann niður á óttalista sem hluta af sjálfsskoðun. Ég var hræddur við mann sem ég hafði aldrei hitt. Gunnar í Krossinum, predikara sem hafði sterka nærveru og tilheyrði trúfélagi sem mér fannst framandi og í senn ógnandi. Ég ímyndaði mér að ef hann tæki í höndina á mér þegar ég kæmi í messu, þá myndi eitthvað brotna innra með mér. Að ég myndi missa stjórn á sjálfum mér, breytast í trúarlega útgáfu af mér sem væri mér framandi – jafnvel hlægileg. Hoppa í trúarlegum móð að predikunarstól og verða að fífli. Í grunninn var þetta ekki bara ótti við trúarofstæki, þetta var dýpri ótti við það að verða hafður að fífli. Að trúa röngu. Að vera plataður, hvort sem væri af öðrum eða eigin viðhorfum. Ég var hræddur við að gera mig að athlægi með því að treysta. Og ég held að það sé meira algengt en við viðurkennum. Það er oft ekki hið framandi sem hræðir okkur mest – heldur það sem það gæti vakið í okkur sjálfum. Ég sagði manni frá þessum ótta sem ég treysti og hann hlustaði án þess að brosa eða gera grín. Svo sagði hann einfaldlega „förum þá í Krossinn.“ Við fórum saman í messu. Þegar við gengum inn, stóð Gunnar sjálfur við innganginn. Hann leit á mig og rétti fram höndina. Ég tók í hana og það sem ég fann var ekki neitt af því sem ég hafði ímyndað mér. Engin yfirnáttúruleg orka, enginn trúarlegur ofsi, bara hlýja. Manngæska. Kurteis snerting sem minnti mig á að allt sem ég hafði haldið í gegn um árin, allur þessi skelfilegi ímyndaði ótti hafði verið byggður á einni hugmynd, að það sem ég þekki ekki sé hættulegt. Ég hef hugsað mikið um þessa stund síðustu misseri. Einkum þegar ég fylgist með umræðum á Íslandi um hælisleitendur og flóttafólk. Ég sé oft sama mynstur í orðræðunni, fólk sem óttast það sem það hefur ekki kynnst. Fólk sem sér fyrir sér hætturnar áður en það heilsar. Við heyrum oft um innflytjendur, flóttamenn, múslíma, hópa. Orðin verða fjarlæg og köld og þau eru oft notuð til að ramma inn ótta. Hvað ef þau eru hættuleg? Hvað ef samfélagið okkar breytist? Hvað ef þau koma undir fölsku flaggi og við verðum plötuð? En hvað ef þessi ótti er jafn fölsk minning og mín ímynd af Gunnari í Krossinum? Hvað ef það sem við höldum að sé ógn, er í raun fólk sem bara vill fá frið, öryggi, og mannsæmandi líf? Hvað ef við myndum mæta fólki fyrst með virðingu, ekki tortryggni, áður en við ákveðum hvort við eigum að óttast það? Við komumst ekki hjá því að óttast stundum, það er mannlegt. En við þurfum ekki að láta óttann stjórna okkur. Ég veit, vegna þess að ég gekk sjálfur inn í rými þar sem ég hélt að allt gæti farið úrskeiðis og komst að því að ég hafði haft rangt fyrir mér. Og það breytti mér. Stundum þarf ekki meira en eitt handaband til að hrista af sér heilan hugarheim byggðan á hræðslu. Stundum þarf bara að mæta og sjá hvað er raunverulega fyrir framan mann. Höfundur er mannvinur og kennari
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun