Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Gísli Þorgeir fagnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum Marius Becker/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira
Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Liverpool - Crystal Palace | Eru Ernirnir komnir með tak? Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Sjá meira