Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júní 2025 09:01 Gísli Þorgeir fagnar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum Marius Becker/Getty Images Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag að mati handboltaþjálfarans Rúnars Sigtryggssonar sem hefur þjálfað þýska úrvalsdeildarfélagið Leipzig undanfarin ár. Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil. Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira
Mögnuð frammistaða Gísla Þorgeirs á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í handbolta fyrir rúmri viku síðan vakti töluverða athygli. Eftir að hafa næstum því ekki geta tekið þátt í úrslitahelginni vegna meiðsla steig Gísli Þorgeir upp og var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með átta mörk og var valinn besti leikmaður helgarinnar. „Ég held það viti allir að hann er mjög góður handboltamaður, einn sá besti sem við höfum átt en hugarfarið hjá honum er alveg einstakt,“ segir Rúnar í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Ég held hann hafi sýnt það þessa helgi. Á þremur árum að vinna Meistaradeildina tvisvar sinnum og vera í bæði skiptin valinn besti leikmaður úrslitahelgarinnar segir bara sitt. Hann er orðinn þekktasta nafnið í handboltaheiminum í dag. Maður getur alveg sagt það og á það bara skilið líka.“ Gísli hafi staðið sig afburðar vel líkt og Magdeburgar liðið allt en Rúnar hefur fengið það krefjandi verkefni að mæta þeim í þó nokkur skipti undanfarin ár. „Þetta er mjög skemmtilegt lið, þeir ná einhvern veginn að halda mjög háu spennustigi innan liðsins. Það er alveg sama hvort einhver meiðist og annar leikmaður komi inn sem hefur ekki spilað í marga leiki, hann virðist koma inn eins og hann hafi spilað síðustu fimm leiki eins vel og hægt er. Maður getur bara dáðst að því hvernig þeir ná að drilla sitt lið og hvernig allir eru meðvitaðir um að þeir þurfi að standa sig þegar að þeim kemur.“ Handboltaþjálfarinn Rúnar Sigtryggsson hefur þjálfað í þýsku úrvalsdeildinni undanfarin ár.vísir/Getty En hvað er hægt að segja um hugarfar Gísla Þorgeirs? Þegar að hann lendir í mótlæti, virðist hann bara koma sterkari til baka. „Hann er alveg ótrúlegur. Það var örugglega erfitt fyrir hann þegar að þessi meiðsli fóru að gera vart um sig í byrjun en hann virðist bara hafa lært af því. Hann tekur þetta á kassann og stendur sig bara feykilega vel. Það hræðast hann allir hvort sem hann spilar með Magdeburg eða ekki, það óttast hann allir. Fyrir þessa helgi var aðallega talað um það hvort hann yrði með eða ekki, það voru allir að pæla í því. Það borgar sig svo sannarlega að hafa hann með.“ Nánar verður rætt við Rúnar Sigtryggsson í Sportpakkanum að loknum kvöldfréttum Sýnar í kvöld þar sem að hann gerir upp tíma sinn hjá Leipzig en hann var látinn fara sem þjálfari liðsins eftir nýafstaðið tímabil.
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Landslið karla í handbolta Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sjá meira