Tilnefna Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. júní 2025 13:22 Donald Trump hefur sjálfur sagst vilja vera talinn friðarsinni. EPA Fulltrúar Pakistans hafa ákveðið að tilnefna Donald Trump Bandaríkjaforseta til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf hans í þágu friðarviðræðna á milli Indlands og Pakistan. Indverjarnir eru ekki eins ánægðir með gjörðir forsetans. Í tilkynningu frá fulltrúum Pakistan segir að forsetinn hafi sýnt mikla útsjónarsemi og framúrskarandi kænsku með öflugum diplómatískum samskiptum við fulltrúar Pakistan og Indlands. „Þessi málamiðlun er vitnisburður um hlutverk hans sem ósvikins friðarsinni,“ stendur í tilkynningunni sem fjallað er um á The Guardian. Það gleður án efa forsetann að vera kallaður friðarsinni. Í ræðu hans er hann var settur forseti í byrjun árs sagðist Trump vilja að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. Ósætti um landsvæði í Kasmír-héraðinu á milli landanna tveggja leiddi til átaka í maí-mánuði. Þau hófust með árás vígamanna í apríl sem drápu 26 manns. Pakistan neitaði ábyrgð en indversk stjórnvöld afturkölluðu gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara og gerðu síðar árás á Pakistan 7. maí. Átökin stóðu þar til 10. maí þegar vopnahlé milli ríkjanna náðist með aðkomu bandarískra ráðamanna. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlinum sínum, áður en ríkin tvö staðfestu fregnirnar. Fulltrúar Pakistan segja það sé Bandaríkjunum að þakka að átökunum lauk en fulltrúar Indlands segja að um tvíhliða samkomulag milli herjanna tveggja hafi séð um vopnahléið. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að engin milligönguaðferð hefði átt sér stað. Áður hefur verið greint frá því að ráðamenn Indlands séu ósáttir með ákvarðanir Trumps sem hefur ítrekað eignað sér heiðurinn að vopnahléi. Donald Trump Bandaríkin Indland Pakistan Nóbelsverðlaun Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Í tilkynningu frá fulltrúum Pakistan segir að forsetinn hafi sýnt mikla útsjónarsemi og framúrskarandi kænsku með öflugum diplómatískum samskiptum við fulltrúar Pakistan og Indlands. „Þessi málamiðlun er vitnisburður um hlutverk hans sem ósvikins friðarsinni,“ stendur í tilkynningunni sem fjallað er um á The Guardian. Það gleður án efa forsetann að vera kallaður friðarsinni. Í ræðu hans er hann var settur forseti í byrjun árs sagðist Trump vilja að þjóðin muni eftir honum sem friðarsinna og sameiningartákni. Ósætti um landsvæði í Kasmír-héraðinu á milli landanna tveggja leiddi til átaka í maí-mánuði. Þau hófust með árás vígamanna í apríl sem drápu 26 manns. Pakistan neitaði ábyrgð en indversk stjórnvöld afturkölluðu gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara og gerðu síðar árás á Pakistan 7. maí. Átökin stóðu þar til 10. maí þegar vopnahlé milli ríkjanna náðist með aðkomu bandarískra ráðamanna. Donald Trump greindi frá því á samfélagsmiðlinum sínum, áður en ríkin tvö staðfestu fregnirnar. Fulltrúar Pakistan segja það sé Bandaríkjunum að þakka að átökunum lauk en fulltrúar Indlands segja að um tvíhliða samkomulag milli herjanna tveggja hafi séð um vopnahléið. Vikram Misri, utanríkisráðherra Indlands, sagði að engin milligönguaðferð hefði átt sér stað. Áður hefur verið greint frá því að ráðamenn Indlands séu ósáttir með ákvarðanir Trumps sem hefur ítrekað eignað sér heiðurinn að vopnahléi.
Donald Trump Bandaríkin Indland Pakistan Nóbelsverðlaun Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira