Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 17. júní 2025 07:02 Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Flokkur fólksins Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar