Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar 17. júní 2025 07:02 Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla- og menntamál Tónlistarnám Flokkur fólksins Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Sjá meira
Vorið 2023 útskrifaðist ég með burtfararpróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz. Þar fékk ég tækifæri til að stunda söngnám, sem mig hafði alltaf langað til, á mínum forsendum án þess þó að slegið væri af námskröfum. Þetta hefur reynst mér afar dýrmætt þar sem ég bý við fötlun sem lýsir sér i kvíðaröskun og einbeitingarskorti. Að sigrast á öllu þeim þröskuldum sem fólust í náminu hefur nýst mér beint og óbeint við að takast á við önnur verkefni. Að frétta nú af því að Söngskóli Sigurðar Demetz þurfi að selja flygil skólans til þess að eiga fyrir sumarlaunum kennara er alveg fáránlegt. Skólinn festi kaup á þessu flygli árið 2018, en hann hafði áður verið eigu Jórunnar Viðar tónskálds. Að ríkið komi ekki til móts við skólann til þess að standa undir umsömdum hækkunum á launum kennara við síðustu kjarasamninga stuðlar hægt og bítandi að því að starfsemi hans hætti. Það er vanvirðing við kennara og skólastjórnendur sem hafa helgað sér þennan starfsvettvang að þurfa að búa við síendurtekið óöryggi um það hvernig eigi að fjármagna skólann. Svarið er ekki að hækka skólagjöld endalaust til að mæta kostnaði. Með því er sér í lagi fólki með einhverfu, ADHD og aðrar raskanir svipt möguleikum á að þroska sína hæfileika eins og mér auðnaðist. Það eiga allir að eiga jöfn tækifæri til þess að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Nú er líka í umræðunni að stofna Þjóðaróperu, en hvert er þá hugsað að sækja söngvara ef söngskólarnir sem eru grasrótin að slíkri starfsemi eru sveltir. Ég skora á menntamálaráðherra og félagsmálaráðherra úr Flokki fólksins, þeim flokki sem vill stuðla á jafnræði, að svara neyðarkalli Söngskóla Sigurðar Demetz svo flygillinn fái að vera þar sem hann a heima. Höfundur er félagsliði og annar stjórnandi hlaðvarpsins Mannréttindi fatlaðra.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun