Flugriti indversku þotunnar sagður fundinn á húsþaki Kjartan Kjartansson skrifar 13. júní 2025 15:06 APTOPIX India Plane Crash Parts of an Air India plane that crashed on Thursday are seen on top of a building in Ahmedabad, India, Friday, June 13, 2025. (AP Photo/Rafiq Maqbool) AP/Rafiq Maqbool Ráðherra flugmála á Indlandi segir að flugriti farþegaþotunnar sem fórst í Ahmedabad í gær sé fundinn. Enn liggur ekki fyrir hversu margir létust á jörðu niðri þegar þotan brotlenti á íbúðabyggð. Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum. Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Mohan Naidu Kinjarapu, flugmálaráðherra Indlands, segir við breska ríkisútvarpið BBC að starfsmenn rannsóknarnefndar flugslysa hafi fundið flugritann innan 28 klukkustunda eftir slysið. Það muni hjálpa rannsókn á tildrögum slyssins verulega. AP-fréttastofan segir að flugritinn hafi fundist á húsþaki nærri staðnum þar sem vélin brotlenti. Rannsóknarnefndin sé byrjuð að rannsaka hann af fullum krafti. Tveir flugritar eru vanalega í flugvélum. Annar þeirra varðveitir upplýsingar um flugið sjálft eins og flughæð og hraða en hinn upptökur í stjórnklefa. AP segir að flugritinn sem fannst geymi gögn um flug vélarinnar og vísar í yfirlýsingu breskrar vélaverkfræðistofnunar. Auka eftirlit með þessari gerð Boeing-véla Óljóst er hvað olli því að vélin hrapaði. Veðuraðstæður voru hagfelldar. Tilgátur eru um að bilun hafi mögulega orðið í báðum hreyflum vélarinnar eða að hún hafi flogið inn í fuglager. Brak úr flugvélinni dreifðist yfir um tvö hundruð metra langt svæði. Hluti hennar lenti á gistiheimili fyrir lækna. Hluti af stéli hennar stóð út úr byggingunni eftir slysið. Indversk flugmálayfirvöld hafa fyrirskipað viðbótarathuganir á Boeing 787-8 og 787-9 vélum Air India í varúðarskyni í kjölfar slyssins. Þetta er í fyrsta skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir með þessum hætti. Bandaríski flugvélaframleiðandinn átti hins vegar í verulegum vandræðum með Max-vélar sínar. Aðeins einn af þeim 242 sem voru um borð í Boeing 787-farþegaþotu Air India komst lífs af þegar hún hrapaði fimm mínútum eftir flugtak í gær. Þotan lenti á byggingum rétt frá flugvellinum en yfirvöld hafa ekki getað staðfest enn hversu margir fórust þar. Aðeins hefur verið staðfest að átta manns hafi farist utan vélarinnar. Mikill eldur kviknaði þegar flugvélin brotlenti á læknagarðinum. Beita hefur þurft erfðatækni til þess að bera kennsl á illa farin lík farþega og þeirra sem voru í byggingunni. Fastlega er búist við að líkamsleifar fleiri læknanema á næstu dögum.
Indland Fréttir af flugi Samgönguslys Tengdar fréttir Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07 Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Farþegaþota með 242 manns um borð brotlenti rétt eftir flugtak frá Ahmedabad-flugvellinum á norðvestanverðu Indlandi í dag. Mikill viðbúnaður er á staðnum vegna slyssins en þotan hrapaði í íbúðabyggð. 12. júní 2025 09:07
Staðfesta 241 andlát og einn eftirlifanda Flugfélagið Air India hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að 241 farþegi um borð í flugvél sem hrapaði til jarðar á flugvelli í Ahmedabad á Indlandi í morgun. 12. júní 2025 19:35