Grafalvarlegt ástand í LA: „Þetta eru einhverjar fasískar leikaðferðir“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. júní 2025 19:32 Bandaríkjaforseti hefur kallað út þjóðvarðarliðið. AP Grafalvarlegt ástand ríkir nú í Los Angeles þar sem þjóðvarðliðum, herþyrlum og táragasi er beitt gegn borgurum. Þetta segir íslensk kona búsett í borginni. Í gangi sé atlaga Trump-stjórnarinnar gegn innflytjendum og tilraunir til að bæla niður mótmæli bæði ólöglega og í anda fasisma. Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn. Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Mótmælt hefur verið í Los Angeles og nærliggjandi bæjum og hverfum síðan á föstudag gegn áhlaupum og handtökum útsendara Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna, ICE. Það kastaðist í kekki á milli fulltrúa valdstjórnarinnar og mótmælenda en Trump brást ókvæða við með því að senda þjóðvarðliða sem mættu til borgarinnar í dag. Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas er búsett í Los Angeles og hefur ekki farið varhluta af því sem er um að vera í borginni. „Við finnum fyrir þessu í nærumhverfi okkar. Við erum í svona nágrannatextaþræði og við erum alla vikuna, og allan mánuðinn að vera senda skilaboð á milli, ICE-liðar eru hérna, ICE-liðar eru þarna, ICE-liðar eru við skólann. Við erum öll að passa upp á hvort annað,“ segir Dröfn Ösp. „Þó að innflytjendamál séu erfiður málaflokkur og þurfi að tækla á mismunandi máti þá er bara verið að taka fólk af götunni án dóms og laga. Engar handtökuskipanir og þessir menn labba hérna um eins og einhverjar rolur með grímur.“ Sjálf hefur hún búið í borginni í sextán ár, og segist aldrei hafa upplifað neitt þessu líkt. „Auðvitað er ég hrædd fyrir fjölskyldu og vini mína sem eru ekki hvítir og ljóshærðir eins og ég. Auðvitað er meira en helmingurinn af borginni þannig. Þetta er alveg hræðilegt. Núna í dag höfum við séð myndbönd og fréttir af því að það er herþyrla niðri í miðbæ Los Angeles að afferma táragas og vopn til þess að undirbúa sig fyrir mótmæli sem eru klukkan tvö í dag,“ segir hún. Hún ítrekar einnig að Trump hafi ekki einu sinni heimild til að beita þjóðvarðliðinu, það heyri undir ríkisstjóra Kaliforníu. „Þetta er náttúrlega bara mjög skelfilegt, að sjá skriðdreka niðri í borg, í vestrænni borg þar sem lýðræðið á að vera. Það er alltaf verið að berja sér á bringu og vera svo stoltu af lýðræðinu en það get ég sagt þér, ef við tölum á mannamáli, að þetta eru bara einhverjar fasískar leikaðferðir sem að ég get ekki séð að hafi góðan endi,“ segir Dröfn.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira