Krabbameinsfélagið í stafni í aðdraganda storms Halla Þorvaldsdóttir skrifar 7. júní 2025 07:00 Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Krabbamein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á vel sóttum aðalfundi Krabbameinsfélagsins voru samþykktar þrjár ályktanir sem eiga það sameiginlegt að kalla eftir bættri stöðu í krabbameinsmálum á Íslandi. Það er stormur í aðsigi og búist við mikilli hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040. Ástandið kallar á samtakamátt á öllum sviðum og Krabbameinsfélagið stefnir hraðbyri á að fækka þeim sem greinast með krabbamein, að fleiri læknist, lifi lengi og njóti lífsins með og eftir krabbamein. Viðmið um biðtíma Við búum sem betur fer svo vel að vera með traustan grunn í krabbameinsþjónustu á Íslandi. Þjónustan er drifin áfram af öflugu starfsfólki og mörg framfaraskref hafa verið stigin, sjúklingum og aðstandendum til góðs. Ef við viljum tryggja áframhaldandi árangur dugar þessi grunnur þó ekki til. Vísbendingar eru um að stormur sé að skella á og að heilbrigðiskerfið sé ekki nægilega vel undirbúið til að standa hann af sér. Sem dæmi má nefna að biðtími vegna geislameðferða hér á landi er tekinn að lengjast og vísbendingar eru einnig um að biðtími eftir skurðaðgerðum vegna sumra krabbameina sé í mörgum tilvikum orðinn of langur. Of langur biðtími getur haft áhrif á sjúkdómsþróun, lengt veikindatímabil og valdið miklu viðbótarálagi á sjúklinga og aðstandendur. Á aðalfundi Krabbameinsfélagsins í maí 2025 var samþykkt ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að bregðast við með því að setja viðmið um biðtíma og hámarksbiðtíma krabbameinsmeðferða, sambærilegt því sem þekkist til dæmis í Danmörku. Í ályktuninni er jafnframt skorað á stjórnvöld að setja forvarnir til að efla lýðheilsu landsmanna í forgang þannig að lýðheilsusjónarmið séu alltaf í fyrirrúmi. Stjórnvöld eru hvött til að taka djarfar ákvarðanir, virða gildandi lög og reglur og auðvelda ekki aðgengi að áfengi, tóbaks- og nikótínvörum. Árangur Íslands á sviði tóbaksvarna og forvarna gegn áfengisneyslu hjá ungmennum er öfundsverður og standa þarf vörð um hann og setja markið enn hærra. Með samstilltu átaki er hægt að koma í veg fyrir fjögur af hverjum tíu krabbameinum. Jöfnum aðgengi óháð búsetu Aðalfundurinn samþykkti einnig ályktun sem fjallar um nauðsyn þess að draga úr ójöfnuði með breytingum á greiðslu sjúklinga fyrir sjúkradvöl innanlands. Ýmsar aðgerðir hafa verið innleiddar til að draga úr greiðslubyrði þeirra sem þurfa á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Má þar t.d. nefna greiðsluþak fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf, ásamt þátttöku Sjúkratrygginga í ferðakostnaði. Margir þurfa hins vegar að dvelja langdvölum fjarri heimili sínu með nánum aðstandanda vegna lífsnauðsynlegra lyfja- og/eða geislameðferða. Dæmi eru um að einstaklingar greiði yfir 500.000 kr. á ári fyrir slíka þjónustu. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld að lækka þessar greiðslur, t.d. með greiðsluþaki sambærilegu því sem þekkist fyrir heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnað. Með því má tryggja að kostnaður sligi ekki fólk af landsbyggðinni og tryggja jafnt aðgengi óháð búsetu. Léttum rekstur almannaheillafélaga Krabbameinsfélagið er að undanskildum ca 5% rekstrarfjár, alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, styrki frá almenningi og fyrirtækjum í landinu. Hið sama gildir um aðildarfélög þess, 20 svæðafélög um land allt og sjö stuðningsfélög. Allt söfnunarfé félaganna rennur til framfaraverkefna á sviði krabbameinsforvarna, vísindastarfs og stuðnings við sjúklinga og aðstandendur og er því um mikilvægt almannaheillaverkefni að ræða. Í starfsemi á borð við þá sem krabbameinsfélögin inna af höndum er horft í hverja krónu og með niðurfellingu á virðisaukaskatti vegna starfsemi félaganna mætti létta rekstur þeirra og gera þeim kleift að sinna sínum verkefnum enn betur. Í þriðju ályktun aðalfundarins tekur Krabbameinsfélagið undir með Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu sem hefur vakið athygli á málinu og skorar á stjórnvöld að létta rekstrarumhverfi almannaheillafélag með niðurfellingu virðisaukaskatts. Slíkt mætti til dæmis útfæra með þeim hætti að félagið greiði virðisaukaskatt en fái síðan endurgreiðslu. Svörum kallinu og stöndum saman Eins og áður hefur komið fram er mikið í húfi. Spáð er 57% hlutfallslegri aukningu á nýgreiningum fram til ársins 2040 og á sama tíma lifa fleiri með krabbamein og síðbúnar aukaverkanir sem þarf að bregðast við. Hjá Krabbameinsfélaginu miðast allt starf að því að draga úr áhrifunum og fyrirbyggja eins og hægt er þetta fyrirsjáanlega hamfaraástand. En enginn er eyland og samtakamátturinn er það sem mun breyta stormi í andvara. Krabbameinsfélagið skorar á stjórnvöld að svara kalli aðalfundar félagsins og bregðast við þeim ályktunum sem fundurinn samþykkti. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun