Faglegt mat eða lukka? II. Viðurkenning og höfnun Bogi Ragnarsson skrifar 7. júní 2025 08:02 Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bogi Ragnarsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Ég stofnaði fyrirtækið Stafbók slf., námsbókaútgáfa, í desember 2024 og bjóst ég ekki við mikilli útbreiðslu námsefnisins strax. Vorið 2025 kenndu fjórir framhaldsskólar efni frá Stafbók – án sérstakrar markaðssetningar. Þetta var mér mikil hvatning og staðfesting á því að verkið hefði gildi fyrir fleiri en mig sjálfan. Í kjölfarið sótti ég um styrk úr Þróunarsjóði námsgagna, að fjárhæð 2.250.000 krónur. Markmiðið var að þróa efnið enn frekar og auka þannig stuðning við kennara og vinna að nánari aðlögun námsefnis að fjölbreyttum hópi nemenda. Til að tryggja að umsóknin væri eins fagleg og vönduð og hægt var, fékk ég einn virtasta menntavísindamann landsins til að lesa hana yfir. Hann taldi að umsóknin stæðist allar helstu kröfur sjóðsins. Ég hafði lagt fram skýra verkáætlun, vel skilgreind markmið og rökstuðning fyrir mikilvægi þess að veita sjálfstæðum höfundum stuðning við þróun eigin námsefnis. Á sama tíma leitaði ég leiða til að kynna verkefnið fyrir kennurum um land allt. Þegar þetta er ritað hafa þrír nýir skólar staðfest að þeir ætli að taka efnið upp á haustönn 2025 og fleiri hafa sýnt áhuga. Af hverju skiptir þessi saga máli?: Framtíð íslensks námsefnis Haustið 2024 sendi ég umsögn til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um frumvarp ríkisstjórnarinnar um námsgögn. Frumvarpið var þá í vinnslu og hafði það markmið að efla útgáfu og dreifingu námsgagna á Íslandi. Ég taldi brýnt að mín rödd, sem sjálfstæðs höfundar og kennara, kæmist að. Í umsögninni lagði ég áherslu á að slíkt frumvarp mætti ekki aðeins snúast um stærstu útgáfurnar og kerfin, heldur einnig um grasrótina, nýsköpun og sjálfstæða höfunda, fólk sem þróar efni í beinum tengslum við kennslu, nemendur og samfélag. Stuttu síðar féll ríkisstjórnin. Ég lét þó ekki deigan síga. Vorið 2025, þegar frumvarpið var tekið upp að nýju, sendi ég inn nýja og uppfærða umsögn með sömu megináherslum. Ég lagði áherslu á að verkefni á borð við stafbókina ættu heima í framtíðarsýn stjórnvalda um menntun – sem dæmi um það hvernig frumkvæði, reynsla og fagþekking gætu skapað raunveruleg og aðgengileg úrræði fyrir fjölbreyttan nemendahóp samhliða því að ég lagði til breytt fyrirkomulag Þróunarsjóðs námgagna. Að þessu sinni náði ég eyrum nefndarinnar. Mér var boðið að koma á fund með allsherjar- og menntamálanefnd þann 27. maí 2025. Þar ræddi ég við nefndarmenn um stafbókarverkefnið, þróun þess, markmið og framtíðarmöguleika. Fundurinn var áhugaverður og skemmtilegur að mínu mati og mín upplifun að það sama hefði átt við um nefndarmenn. Spurningar nefndarmanna voru bæði vandaðar og mikilvægar og ég fann að ég hafði svör við þeim öllum. Það var í fyrsta sinn sem ég upplifði að þetta margra ára starf fengi þá faglegu viðurkenningu sem það á skilið. Vonbrigði eftir fundinn Daginn eftir fundinn með allsherjar- og menntamálanefnd – þann 28. maí 2025 – fékk ég loks svar frá Þróunarsjóði námsgagna. Ég gerði mér von um að umsóknin færi í gegn og fundurinn daginn áður styrkti þá trú mína. En svarið kom og var bæði stuttort og órökstutt. Umsókn minni var hafnað. Það sem stakk mest var ekki bara höfnunin sjálf – heldur hvernig hún var útfærð. Enginn rökstuðningur fylgdi. Engin skýring á því hvers vegna verkefni sem uppfyllti skilyrði sjóðsins hlaut ekki brautargengi. Ég upplifði að eftir að hafa eytt þúsundum klukkustunda í þetta verkefni, án þess að fá greitt fyrir eina einustu klukkustund, án fastra tekna eða öruggs stuðnings – væri niðurstaðan sú að stjórn þróunarsjóðsins hefði ekki áhuga á að styðja við nýsköpun sem kemur frá sjálfstæðum höfundum. Þrátt fyrir að markmiðin væru samhljóma því sem stjórnvöld stefna að, það er að efla aðgengi, nýsköpun og faglegt námsefni fyrir breiðan hóp nemenda, virðist eitthvað annað skipta meira máli í matsferlinu. Í næstu grein, sem birtist á morgun, fjalla ég um mikilvægi þess að úthlutanir opinberra styrkja séu byggðar á faglegum grunni og hvernig skortur á gagnsæi getur grafið undan nýsköpun í námsgagnagerð. Höfundur er kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stofnandi stafbok.is.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun