„Verið að búa til óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 30. maí 2025 13:02 Árni Sverrisson, formaður Félags skipsstjórnarmanna segir takmarkandi þætti vera í strandveiðikerfinu í dag. Opið kerfi gangi ekki upp. Bylgjan, Vísir/Vilhelm Árni Sverrisson, formaður Félags skipstjórnarmanna, segir í viðtali við Bítið á Bylgjunni að nýtt strandveiðifrumvarp sem Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, lagði fram á Alþingi í gær muni búa til ný vandamál: fleiri báta á strandveiðum og óseðjandi kerfi. „Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
„Það eru allir sem sjá þetta sem vilja,“ segir Árni. „Það er verið að búa til kerfi þar sem engin takmörkun er heldur eru bara 48 dagar. Það er verið að búa til vandamál. Við hjá Félagi skipstjórnarmanna segjum einfaldlega: Það eru tíu þúsund tonn eyrnarmerkt í þessu kerfi. Ákveðum magnið. Það þarf að vera heildarmagn sem ákveðið er í kerfið. Annars er þetta bara óseðjandi kerfi þar sem bátum mun fjölga." Árni tekur fram að hann sé ekki andvígur strandveiðum. Takmarkandi þættir séu til staðar kerfinu í dag eins og aflamagn fyrir hvern dag og fjöldi daga. „Aðal takmörkunin í kerfinu eru þessi 10 þúsund tonn en núna eru stjórnvöld búin að opna kerfið í 48 daga svo það veit enginn hvert heildarmagnið verður. Í fyrra stoppuðu strandveiðar í júlí en nú er búið að ákveða að þetta verði bara 48 dagar í sumar, 12 dagar í mánuði. Svona opið kerfi gengur ekki upp.“ Í frumvarpinu er lagt til að við lög um strandveiðar bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, sem kveður á um að vikið verði frá skyldu Fiskistofu að stöðva veiðar þegar útlit er fyrir að leyfilegum hámarksafla verði náð. Í frumvarpinu segir að miðað við fjölda strandveiðibáta í sumar og veiðimynstur undanfarinna ára megi áætla að auka þurfi það aflamagn sem til ráðstöfunar er á strandveiðitímabilinu 2025. Til að unnt sé að tryggja 48 veiðidaga kunni því að þurfa gera breytingar á því magni sem heimilt er að veiða í hverri ferð. Leyfilegur hámarksafli á dag er sem sakir standa 774 kíló. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir við 200 mílur í dag að frumvarpinu fylgi hætta á að veiðiálag í sumar verði umfram hámarksafrakstur. Það séu ekki góðar fréttir fyrir fiskistofn sem þjóðin hafi verið að nýta með skynsömum hætti í langan tíma. Hann segir að ekki hafi verið samskipti á milli Hafrannsóknarstofnunar og stjórnvalda í tengslum við frumvarpið.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Viðreisn Strandveiðar Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira