Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. maí 2025 21:22 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur sagt sig úr flokknum. Hún greinir frá þessu á Facebook og segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda. Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“ Vinstri græn Alþingi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Hún sat á Alþingi fyrir Vinstri græna á síðasta kjörtímabili og hafði áður verið oddviti flokksins í Múlaþingi. Hún gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi síðasta haust, en laut í lægra haldi gegn Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Þá sagði hún skilið við stjórnmálin í aðdraganda síðustu kosninga eftir að hafa ekki verið boðið oddvitasæti. „Þann 1. maí s.l. hringdi ég í Svandísi Svavarsdóttur, formann VG og tjáði henni að ég ætti ekki lengur samleið með hreyfingunni. Í kjölfarið sendi ég svo póst á skrifstofuna og sagði mig úr VG. Þetta var ekki auðveld ákvörðun og alls ekki tekin í einhverju bríaríi. Ég hafði alvarlega íhugað stöðu mína innan hreyfingarinnar í lengri tíma en ekki síst eftir aðdraganda síðustu kosninga,“ skrifar Jódís nú á Facebook. Þar segist hún hafa mikla trú á stefnu Vinstri grænna, og að hún eigi ekki heima í öðrum stjórnmálaflokkum. „Íslensk pólitík er spillt,“ skrifar Jódís sem segir alls konar misjafnt þrífast í öllum flokkum á Íslandi. „Þið heyrðuð það alls ekki fyrst hér, flokkseigendaklíkur, gamlir aftursætisbílstjórar, tengsl og vensl þrífast í öllum flokkum og VG er því miður svo sannarlega ekki undanskilin. Gamlar pólitískar hugmyndir búa enn í skúmaskotum og það er ótrúlega dapurt að sjá flokka sem af yfirlæti tala af hneykslan um slíka menningu hjá pólitískum andstæðingum en nota svo nákvæmlega sömu taktík í eigin flokkum. Ég leyfi mér að segja að engin stjórnmálasamtök á Íslandi séu undanskilin. Þegar nýir flokkar verða til horfum við bjartsýn fram á nýja og betri tíð en innan ákveðins tíma í þessu andrúmslofti virðist ónæmiskerfi flokkanna vera of veikt og þessi súra gamla pólitíska veira virðist ná að festa sig í líffærum allra flokka.“ Jódís tekur sem dæmi sjókvíaeldi í Seyðisfirði, sem hún segist hafa barist gegn bæði á Alþingi og í sveitarstjórn, og furðar sig á því að enn sé stefnt á eldi í firðinum eftir að Vinstri grænir voru bæði með matvæla- og forsætisráðuneytið. „Sem fyrrverandi þingmaður í ríkisstjórnarflokki, sem hafði lengst af forsætisráðuneytið en einnig ráðuneyti sveitarstjórnarmála og matvæla, hvar allar hliðar fiskeldis heyra undir, verð ég að spyrja mig hvernig enn séu áform um eldi í firðinum? Hvernig gat þetta gengið svona langt og hvernig var ekki undið ofan af þessari vitleysu á okkar vakt? Ég einfaldlega skil það ekki,“ segir Jódís. „Það er erfitt að stíga út úr kreðsu sem þú hefur tilheyrt, þar sem nær öll eru þér kær, hvar þú hefur eignast vini fyrir lífstíð og deilt með þeim dýrmætum hluta af lífshlaupinu. Það er erfitt að gagnrýna, það er erfitt þegja, það er erfitt að finnast fólk frábært en á sama tíma horfa upp á ótrúlega vondar ákvarðanir og stundum í andstöðu við eigin stefnu.“
Vinstri græn Alþingi Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira