Krókur á móti bragði færði útlendingamálin framar í röðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. maí 2025 18:00 Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, lagði til að tvö frumvörp dómsmálaráðherra um útlendingamál yrðu færð framar á dagskrá þingsins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn funduðu með forseta Alþingis nú síðdegis um að flýta afgreiðslu á útlendingamálum dómsmálaráðherra, eftir boð stjórnarandstöðunnar um það. Ráðherrann sagði um helgina að stjórnarandstaðan tefði fyrir afgreiðslu málanna á þingi. Að endingu náðust samningar um að færa mál ráðherrans framar á dagskrá. Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Stjórnarandstöðuþingmenn stigu í pontu Alþingis á þingfundi síðdegis hver á eftir öðrum og lýstu megnri vanþóknun á orðum sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra lét falla í Sprengisandi í gær, þar sem hún sagði stjórnarandstöðuna koma í veg fyrir að útlendingamál hlytu umfjöllun á þinginu. Þorbjörg svaraði því til að gleðilegt væri að heyra ákveðna þingmenn lýsa því yfir að þeir myndu styðja mál ráðherrans, sem snúa annars vegar að framsali sakamanna og hins vegar afhendingu farþegalista til lögreglu og tollayfirvalda. Nokkuð havarí varð í þinginu vegna þessa máls, líkt og lesa má um í greininni hér að neðan. Þingmenn stjórnarandstöðunnar bentu meðal annars á að dagskrárvaldið væri ríkisstjórnarflokkanna, en ekki þeirra sem sætu í minnihluta. Fór svo að hlé var gert á þingfundi til þess að forseti gæti rætt við formenn þingflokka um tillögu frá Bergþóri Ólasyni, þingflokksformanni Miðflokksins, um að færa mál ráðherrans fremst á dagskrá, svo afgreiða mætti þau sem fyrst. Hlaut sú tillaga stuðning Hildar Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Með öðrum orðum virðist stjórnarandstaðan vilja sýna í verki að ekki standi á henni að fjalla um útlendingamál og áherslur ráðherrans í þeim efnum, ólíkt því sem Þorbjörg Sigríður hafði áður sagt. Á fundi þingforseta með þingflokksformönnum náðust samningar um að tillagan yrði dregin til baka, en að útlendingamálin færðust framar á dagskrá. Þau verða tekin fyrir að loknum atkvæðagreiðslum um önnur mál.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Miðflokkurinn Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira