Sterk stjórn – klofin andstaða Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 26. maí 2025 07:01 Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landamæri Brottfararstöð fyrir útlendinga Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er samhent um stóru málin á vorþinginu. Stjórnarandstaðan er á sama tíma klofin og nýtir ræðupúlt Alþingis í innbyrðis uppgjör og sálgæslu. Það getur út af fyrir sig verið áhugavert að fylgjast með þeirri iðju en öllu verra er að þessi þerapía tefur fyrir afgreiðslu mikilvægra öryggismála á Alþingi. Úrbætur á landamærum Fyrsta frumvarp sem ég mælti fyrir á Alþingi eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra varðar skyldu flugfélaga til að afhenda stjórnvöldum farþegalista. Þessu frumvarpi hefur lengi verið kallað eftir. Ríkisstjórnin ætlar að efla eftirlit á landamærunum og markmiðið með þessu máli er efla farþegagreiningar og þar með auka öryggi fólksins í landinu. Farþegaupplýsingar eru lykilþáttur í löggæslueftirliti á landamærunum og því aðkallandi að tryggja að öll flugfélög uppfylli skyldur um að afhenda stjórnvöldum þessar upplýsingar. Gagnkvæmt samstarf farþegaupplýsingadeilda ríkislögreglustjóra við önnur embætti innan Evrópu gerir lögregluna í landinu sömuleiðis betur í stakk búna til að berjast gegn skipulagðri brotastarfsemi, hryðjuverkaógn og öðrum alvarlegum brotum. Frumvarpið um farþegalista hefur verið afgreitt af allsherjarnefnd og bíður þess nú að komast til afgreiðslu og verða að lögum. Stjórnarandstaðan, einkum Sjálfstæðis- og Miðflokkur, virðist þó ókyrrast þegar úrbætur á landamærum eru loks væntanlegar. Málþóf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks gerir að verkum að málið kemst ekki til frekari umræðu. Á meðan er ástandið óbreytt á landamærum hvað varðar greiningargetu stjórnvalda. Stefna ríkisstjórnarinnar er skýr Ríkisstjórnin ætlar að afnema séríslenskar reglur í útlendingamálum. Ísland er sem stendur eina Schengen-ríkið sem ekki er með brottfararstöð fyrir það fólk sem hér er í ólöglegri dvöl og á að flytja á úr landi en hefur neitað allri samvinnu við stjórnvöld um að fara. Þetta fólk er í dag vistað í fangelsum. Glæpamenn komast fyrir vikið ekki fyrir í fangelsum landsins. Nýlega greindi ég frá áformum um að efla og stækka lögregluembættið á Suðurnesjum. Þar hyggst ríkisstjórnin koma á móttöku- og greiningarstöð og brottfararstöð en frumvarp þess efnis verður lagt fram í haust. Þá er fyrirhugað að færa heimferða- og fylgdardeild ríkislögreglustjóra undir lögregluna á Suðurnesjum og efla þannig gott lögregluembætti enn frekar. Þar undir eru tugir starfa. Fyrir vikið verður eftirlit á landamærunum aukið og frávísanir og brottvísanir framkvæmdar fyrr en áður. Lykilmál látin bíða Sú hugmynd læðist að manni að Miðflokkurinn sé smeykur við að úrbætur í útlendinga- og landamæramálum nái fram að ganga því með því hverfur þeirra eina raunverulega erindi. Þessi merkilega hræðsla við breytingar birtist á dögunum þegar rætt var um þau áform að stækka og efla lögregluembættið á Suðurnesjum. Hvað gerðist þá? Miðflokkurinn ærðist. Þeir treysta sér ekki til að ræða þessar aðgerðir og virðast ekki vilja sjá það gerast að ný ríkisstjórn geti afgreitt mál sem árum saman hafa verið til umræðu. Stuðningur þessara flokka við hagsmunaöfl í stórútgerðinni gerir hins vegar að verkum að öll mál eru nú tafin í málþófi á Alþingi til að koma í veg fyrir hærri veiðigjöld. Þar virðast öryggishagsmunir okkar á landamærum ekki vigta þungt. Ríkisstjórnin er hins vegar staðráðin í því að þetta frumvarp verði að lögum hvað svo sem stjórnarandstöðunni líður. Við látum verkin tala. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun