Körfubolti

Ís­lands­meistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara al­gjör þvæla“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni.
Bakvarðateymi Stjörnunnar, Hilmar Smári og Ægir Þór Steinarsson, var magnað í úrslitakeppninni. Vísir/Hulda Margrét

Íslandsmeistarinn Ægir Þór Steinarsson var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppni karla í körfubolta þar sem Stjarnan stóð uppi sem Íslandsmeistari eftir magnað úrslitaeinvígi. Hann settist niður með Körfuboltakvöldi að leik loknum.

„Ógeðslega stoltur. Þetta er búið að vera svo langur aðdragandi. Þessi titill er búinn að sitja djúp í sálinni. Vonbrigði síðasta tímabil að hafa grændað allt sumar, allt tímabilið og klára titilinn er ólýsanleg tilfinning. Ólýsanlega stoltur,“ sagði Ægir Þór aðspurður hvernig sér liði eftir leik.

Það var enginn smá leikur sem skar úr um hvort liðið stóð uppi sem Íslandsmeistari. Oddaleikur í Síkinu á Sauðárkróki er ekki fyrir alla.

„Ógeðslega erfitt, ég var ógeðslega lélegur í þessum leik. Ég var svo lélegur í 35 mínútur. Við náðum einhvern veginn að grænda eins og í öllum leikjum.

Stuðningsfólk Stjörnunnar var ekki á sama máli og söng hástöfum „MVP“ á meðan viðtalinu stóð. MVP stendur fyrir „Most Valuable Player“ eða „Verðmætasti leikmaðurinn.“

„Liðsframmistaða sem er búin að einkenna liðið, erum búnir að lenda á allskonar veggjum. Shaq á bráðamóttökunni að sofa með einhvern hrjótandi við hliðina á sér í tvo daga og mætir að spila þennan leik. Erum með 42 ára gamlan gaur að skutla sér á eftir boltum og ég veit ekki hvað. Þetta er bara algjör þvæla. Þessi leikur var ógeðslega erfiður.“

Viðtal Körfuboltakvölds við Ægi Þór má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Ís­lands­meistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara al­gjör þvæla“

Tengdar fréttir

„Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“

„Alsæla. Ég á hreinlega ekki orð“ sagði Íslandsmeistarinn Hlynur Bæringsson eftir sigur í oddaleik gegn Tindastóli. Þetta var hans síðasti leikur á löngum ferli, sem endar með fyrsta Íslandsmeistaratitli í sögu Stjörnunnar.

„Kemur væntan­lega risastórt tómarúm“

„Ferillinn er stolt. Ferillinn er vonbrigði og eftirsjá vegna þess sem ég hefði getað gert betur. Tekið betri ákvarðanir. En ég er stoltur og glaður að hafa farið í þetta. Flestir af þeim sem ég þekki í dag eru tengdir körfubolta. Ég á ofboðslega góðar minningar af þessum ferli.“

Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar

Einum lengsta og magnaðasta ferli íslensks íþróttamanns lauk í gær þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari eftir sigur á Tindastóli í oddaleik á Sauðárkróki. Hlynur Bæringsson setti þar punktinn aftan við tæplega þrjátíu ára meistaraflokksferil sem fékk draumaendi í gini úlfsins.

Finnur fyrir miklum létti: „Al­gjört and­legt rugl“

Baldur Þór Ragnars­son, þjálfari nýkrýndra Ís­lands­meistara Stjörnunnar í körfu­bolta, finnur nú fyrir létti þegar að titillinn sem hann hefur elt svo lengi er í höfn og að baki „al­gjört and­legt rugl“ í úr­slita­keppni deildarinnar.

Eru klár­lega með gæði til að spila í efstu deild Þýska­lands

Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, getur ekki sagt til um það á þessum tímapunkti hvort lykilleikmenn Íslandsmeistaraliðsins, Orri Gunnarsson og Hilmar Smári Henningsson verði á mála hjá liðinu á næsta tímabili. Þeir séu báðir með gæði til að spila í sterkri deild úti í heimi, til að mynda efstu deild Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×