Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 23. maí 2025 11:33 Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á dögunum var haldið málþingið ,,Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna” á vegum Menntavísindasviðs HÍ og Aldin, samtaka eldri borgara gegn loftlagsvá. Þingið var áhugavert, fróðlegt og skemmtilegt þó ég sem leikskólastjóri hafi saknað þess að ekkert erindi hafi verið um hlutverk og mikilvægi máltíða í leikskólum. Í leikskólum fer nefnilega fram afar mikilvægt nám fram hvað varðar máltíðir og matarmenningu og það einmitt með áherslu á loftslags- og náttúruvernd. Í mínum skóla sem starfar eftir hugmyndafræði Reggio Emilia eru máltíðir barnanna hluti af náminu en ekki hlé frá því. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæði barna, val og valdeflingu þeirra, tilfinningu fyrir samfélagi og samveru um leið og hlúð er að menningarlegum tengslum í tengslum við mat og matarvenjur. Einnig er litið á umhverfið sem þriðja kennarann og frætt um mikilvægi náttúrunnar við fæðuöflun og um ábyrgð okkar á því að ganga vel um mat, borða fjölbreytta fæðu og læra að þekkja eigið magamál sem lið í að sporna við sóun. Allt er þetta mikilvægt eins og segir í Aðalnámskrá leikskóla og er í markmiðum grænfánaskóla og heilsueflandi skóla, sem við störfum einnig eftir, þar sem umhverfi og menningu sem og lýðheilsu er gert hátt undir höfði. Það hefur vonandi ekki farið fram hjá mörgum að nýlega voru teknar upp gjaldfrjálsar máltíðir fyrir nemendur í grunnskólum sem er sannarlega jákvætt skref í átt að því að öll börn sitji við sama borð, óháð félagslegum eða efnahagslegum bakgrunni. Gjarnan er setningin ,,gjaldfrjálsar skólamáltíðir” notað sem sannarlega er ekki réttnefni enda greiða foreldrar barna í leikskólum, sem er fyrsta skólastigið, enn fyrir fæði sinna barna. Hitt er svo að máltíðirnar eru ekki fríar eða gjaldfrjálsar heldur greiddar úr sameiginlegum sjóðum og því í boði okkar allra sem leggjum til í þá sjóði og er það sannarlega vel. Næsta aðgerð ætti að vera að bjóða upp á gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir fyrir börn á leikskólaaldri. Víða greiða foreldrar á bilinu 12 til 14 þúsund á mánuði fyrir morgunmat, hádegisverð og síðdegishressingu barna sinna eða 132 til 154 þúsund á árs grundvelli. Þetta eru töluverðar upphæðir og margfaldast við hvert barn sem er í leikskóla því þetta er það gjald sem enginn afsláttur er veittur af þó hann komi annars til vegna systkina, námsfólks og stundum starfsfólks leikskóla. Því væru gjaldfrjálsar máltíðir í leikskólum kærkomin búbót fyrir foreldra sem gjarnan eru ungir, í námi, að koma undir sig fótunum og feta fyrstu skrefin á atvinnumarkaði og/eða að basla við húsnæðiskaup. Það munar alveg um þennan útgjaldalið og þar sem lágar tekjur eru fyrir situr fæðisgjaldið samt óhaggað á reikningnum og getur jafnvel staðið í vegi fyrir leikskóladvöl einhverra barna. Slík aðgerð myndi því styðja við jafnrétti kynjanna, atvinnuþátttöku kvenna og þar með hagvöxt. Matarmenning og viðhorf til matar mótast á unga aldri og máltíðir í leikskólum eru hluti af náttúrufræði- og sjálfbærnikennslu. Hægt er að nýta máltíðir sem tækifæri til að ræða matarmenningu, fjölbreytileika og siðfræði matar og slíkt einmitt áhersluatriði í þeim skólum sem eru grænfánaskólar og/eða heilsueflandi skólar. Staðreyndin er sú að það eru gjarnan börn af erlendum uppruna sem ekki sækja leikskóla en fyrir þau sem það gera fá þau dýrmætt tækifæri til inngildingar einmitt í gegn um matarmenningu, siði og venjur þegar þau sitja matmálstíma. Það er því augljós samfélagslegur ávinningur, félagslegt réttlæti og jöfnuður sem felst í aðgengi fyrir öll börn að gjaldfrjálsum morgunverði, hádegisverði og síðdegishressingu óháð efnahag og félagslegri stöðu foreldra. Þess vegna er mikilvægt að fjármögnun þessa komi úr sameiginlegum sjóðum og allt sé gert til að jafna stöðu og tækifæri barna. Gjaldfrjálsar eða ,,skattgreiddar” máltíðir á leikskólastigi er því fjölþætt félagsleg fjárfesting sem styður við heilsu, jafnrétti, menntun, samfélagsleg tengsl og þroska barna á mótunarárum þeirra. Samhliða því veita þær samfélagslegan stuðning sem skilar sér bæði til fjölskyldna og menntakerfisins í heild. Höfundur er leikskólastjóri.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun