Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Jakob Bjarnar skrifar 22. maí 2025 12:04 Nú í morgun var verið að bera mann út úr íbúð sinni. Talið er að þar hafi hundahald ráðið ákvörðun en svara er beðið frá Félagsbústöðum. vísir/anton brink Friður um Bríetartún 20, sem kallað hefur verið „hryllingshúsið“ vegna gripdeilda og ógnandi framgöngu konu sem búsett er í húsinu, virðist óhugsandi. Nú í morgun var maður borinn þaðan út. Íbúi í húsinu sagði einu ástæðuna hugsanlega vera þá að maðurinn hafi einhvern tíma haldið tvo smáhunda sem voru líf hans og yndi. „Þetta er friðsamur maður. En það er akkúrat núna verið að bera hann út. Úthýst. Sonur hans var ekki látinn vita af þessu en konan sem þið hafið verið að skrifa um, hún er hér enn í góðu yfirlæti,“ segir ónefndur íbúi hússins. Honum er um og ó. Spurður hvort maðurinn skuldi leigu, hvort sú geti verið ástæðan segir íbúinn það ekki svo heldur hljóti þessi útburður að tengjast hundahaldinu. „Hann hefur ekki verið með hunda hér í hálft ár. Þetta er viðbjóðsleg valdníðsla. Konan sem öllum óróanum veldur er hér hins vegar enn. Hún hefur verið að ræna manninn reglulega og meira að segja þessum hundum.“ Vísir setti sig í samband við Félagsbústaði, sem á stigaganginn allan en Félagsbústaðir sjá um að úthluta og halda utan um félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Þar liggja fyrir útistandandi skilaboð og verður fréttin uppfærð um leið og svör berast. Ljóst er að þar gengur mikið á. ... Málið leystist farsællega Uppfært 13:15 Vísir ræddi við Falasteen sem er sviðstjóri þjónustu og upplýsingasviðs. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en gat þó tjáð Vísi að þetta tiltekna mál hafi á endanum leyst farsællega. Og henni finnst ekki við hæfi að kalla húsið „hryllingshús“. „Við leitumst alltaf við að tryggja húsnæðisöryggi allra. Mér finnst ljótt að kalla húsið hryllingshús, þetta lítur rosalega vel út. Ég var þarna í morgun ásamt lögreglu og sýslumanni. Við erum að gera þetta upp svo að fólki líði vel þarna og viljum tryggja öryggi allra.“ Þá sagði hún að í lengstu lög væri reynt að komast hjá því að rifta leigusamningi. Og þegar forsenda fyrir útburði er ekki lengur til staðar er það gert. „Þetta mál sem þú ert væntanlega að vísa í er að leysast farsællega. Við höfum verið að vinna í þessu á fullu.“ Falasteen gat ekki talað neitt um mál konunnar sem í húsinu er og hefur valdið talsverðu ónæði, né heldur, vegna áðurnefnds trúnaðar um einstök mál, né hvort gripið hafi verið til útburðar vegna hundahalds mannsins. „Ég ítreka, þetta leystist farsællega.“ Í ljósi nýfenginna upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt. Lögreglan Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Íbúi í húsinu sagði einu ástæðuna hugsanlega vera þá að maðurinn hafi einhvern tíma haldið tvo smáhunda sem voru líf hans og yndi. „Þetta er friðsamur maður. En það er akkúrat núna verið að bera hann út. Úthýst. Sonur hans var ekki látinn vita af þessu en konan sem þið hafið verið að skrifa um, hún er hér enn í góðu yfirlæti,“ segir ónefndur íbúi hússins. Honum er um og ó. Spurður hvort maðurinn skuldi leigu, hvort sú geti verið ástæðan segir íbúinn það ekki svo heldur hljóti þessi útburður að tengjast hundahaldinu. „Hann hefur ekki verið með hunda hér í hálft ár. Þetta er viðbjóðsleg valdníðsla. Konan sem öllum óróanum veldur er hér hins vegar enn. Hún hefur verið að ræna manninn reglulega og meira að segja þessum hundum.“ Vísir setti sig í samband við Félagsbústaði, sem á stigaganginn allan en Félagsbústaðir sjá um að úthluta og halda utan um félagslegt húsnæði Reykjavíkurborgar. Þar liggja fyrir útistandandi skilaboð og verður fréttin uppfærð um leið og svör berast. Ljóst er að þar gengur mikið á. ... Málið leystist farsællega Uppfært 13:15 Vísir ræddi við Falasteen sem er sviðstjóri þjónustu og upplýsingasviðs. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um einstaka mál en gat þó tjáð Vísi að þetta tiltekna mál hafi á endanum leyst farsællega. Og henni finnst ekki við hæfi að kalla húsið „hryllingshús“. „Við leitumst alltaf við að tryggja húsnæðisöryggi allra. Mér finnst ljótt að kalla húsið hryllingshús, þetta lítur rosalega vel út. Ég var þarna í morgun ásamt lögreglu og sýslumanni. Við erum að gera þetta upp svo að fólki líði vel þarna og viljum tryggja öryggi allra.“ Þá sagði hún að í lengstu lög væri reynt að komast hjá því að rifta leigusamningi. Og þegar forsenda fyrir útburði er ekki lengur til staðar er það gert. „Þetta mál sem þú ert væntanlega að vísa í er að leysast farsællega. Við höfum verið að vinna í þessu á fullu.“ Falasteen gat ekki talað neitt um mál konunnar sem í húsinu er og hefur valdið talsverðu ónæði, né heldur, vegna áðurnefnds trúnaðar um einstök mál, né hvort gripið hafi verið til útburðar vegna hundahalds mannsins. „Ég ítreka, þetta leystist farsællega.“ Í ljósi nýfenginna upplýsinga hefur fyrirsögn fréttarinnar verið breytt.
Lögreglan Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04 „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30 Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Sjá meira
Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Fulltrúar Félagsbústaða eru mættir til að bera konu sem hefur búið við Bríetartún 20 út. Hún sem og nágrannar hennar eru með böggum hildar vegna aðgerðanna. 6. maí 2025 10:04
„Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sigurbjörg Jónsdóttir, sem var borin út úr íbúð Félagsbústaða fyrr í vikunni, er ekki enn komin með annan samastað. Hún hefur síðustu nætur gist á hóteli sem vinkona hennar hefur greitt fyrir. Hún veit ekki hvað tekur við á morgun þegar hún þarf að fara þaðan. 9. maí 2025 15:30
Konan í Bríetartúni komin á götuna Fulltrúar sýslumanns auk lögreglu báru fimmtuga konu úr leiguíbúð hennar við Bríetartún 20 nú fyrir hádegi. Hún er nú á götunni. 6. maí 2025 11:40