Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 15:44 Börn að leik í leikskóla í Reykjavík. Reykjavík/Róbert Reynisson Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira