Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. maí 2025 15:44 Börn að leik í leikskóla í Reykjavík. Reykjavík/Róbert Reynisson Á næstu fimm árum verða til 1.987 ný leikskólapláss, sem dreifast á hverfi borgarinnar, samkvæmt tillögum sem borgarráð samþykkti í dag. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi, 521 talsins, og næstflest í Vesturbæ, 418 talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar. Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en tillögurnar koma fram í skýrslu spretthóps borgarstjóra um leikskólauppbyggingu. Spretthópurinn var skipaður í kjölfar samþykktar borgarráðs 20. mars síðastliðinn og skipaður borgarfulltrúunum Dóru Björt Guðjónsdóttir, Helgu Þórðardóttur, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Skúla Helgasyni, sem var formaður hópsins. Spretthópnum var falið að yfirfara aðgerðaáætlun stýrihópsins Brúum bilið, sem felur í sér markvissa uppbyggingu leikskólarýma í borginni til að bjóða börnum frá tólf mánaða aldri í leikskóla borgarinnar, og koma með tillögur að nýjum verkefnum með áherslu á framkvæmdir sem ljúka mætti á næstu tveimur árum. Flest leikskólapláss bætast við í Háaleitis- og Bústaðahverfi en fæst bætast við í Grafarholti. Nýir leikskólar og ný húsnæði Hópurinn skilaði skýrslu þar sem lögð eru til níu uppbyggingarverkefni sem gætu tryggt um 900 ný leikskólapláss. Borgarráð samþykkti tillöguna og vísaði til umræðu í borgarstjórn. Verkefnin níu sem um ræðir eru eftirfarandi: Nýr borgarrekinn leikskóli við Rafstöðvarveg. Nýr leikskóli Félagsstofnunar stúdenta við Þorragötu. Nýr leikskóli Hjallastefnu við Nauthólsveg. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Laugasólar í Laugardal. Nýr borgarrekinn Miðborgarleikskóli. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Ægisborgar. Nýr borgarrekinn leikskóli í Safamýri. Nýtt húsnæði borgarrekna leikskólans Sunnuáss í Laugardal. Mögulegur leikskóli á Loftleiðareit við Hlíðarenda. Þar við bætast um 164 ný pláss með stækkunum starfandi leikskóla borgarinnar með færanlegum húsum. Síðan bætast við stofnstyrkir til að hvetja til fjölgunar plássa á sjálfstætt starfandi leikskólum, auka á samnýtingu skóla- og frístundahúsnæðis innan hverfa í þágu leikskólastarfsemi. Loks birtist í skýrslunni yfirlit yfir verkefni sem þegar hafa verið samþykkt og sett í farveg á vegum stýrihópsins Brúum bilið. Alls er um að ræða 1.987 ný leikskólapláss sem dreifast á hverfi borgarinnar.
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira