Innlent

„Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka man­sal“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Dómsmálaráðherra boðar í dag til Jafnréttisþings 2025 en yfirskrift þess er Mansal, íslenskur veruleiki - áskoranir og leiðir í baráttunni. Ráðherrann segir tímabært að horfast í augu við þann veruleika að mansal fyrirfinnist á Íslandi.

Jafnréttisþing 2025 fer fram í Hörpu í dag og er markmið þess að fræða almenning um baráttuna gegn mansali og þróun hennar erlendis. Tveir erlendir fyrirlesarar halda erindi, annars vegar saksóknari og sérfræðingur hjá Refsivörslusamvinnustofnun Evrópusambandsins og hinsvegar talsmaður sænskra stjórnvalda í málefnum mansals. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála býður til þingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×