Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon og Hjálmtýr Heiðdal skrifa 20. maí 2025 20:33 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Bezalel Smotrich fjármálaráðherra Ísraels sagði í gær, mánudaginn 19. maí:„Við erum að rífa Gaza í sundur og skilja það eftir sem rústir, með algjörri eyðileggingu sem á sér enga hliðstæðu á heimsvísu. Og heimurinn er ekki að stöðva okkur.” (1) Tíminn er á þrotum fyrir fólkið á Gaza. Hungur er notað sem vopn og börn eru að deyja vegna næringarskorts. Sameinuðu þjóðirnar telja að á næstu 48 klukkustundum muni 14 þúsund börn verða hungurmorða, en það jafngildir fjölda óbreyttra borgara sem Rússland hefur myrt í Úkraínu seinustu þrjú ár. Eru þá ótalin þau börn og fullorðnir sem munu deyja vegna loftárása og landhernaðar Ísraelshers. Mörghundruð Palestínumenn voru myrtir á síðustu dögum, á meðan Evrópa var með augun á Eurovision. Þetta eru þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni. Grófustu brot sem til eru í mannlegu samfélagi. Heimurinn getur og verður að stöðva þetta. Við biðlum því til allra: einstaklinga, félagasamtaka, stjórnmálaflokka, trú- og lífsskoðunarfélaga, menningarstofnanna, listafólks, stéttarfélaga, fyrirtækja - allra - að nota öll þau tól sem þau eiga til að þrýsta á ríkisstjórnina. Þrýsta á að hún grípi til aðgerða strax og þrýsti af öllu afli á bandaþjóðir okkar að gera slíkt hið sama. Tími bréfaskrifta er löngu liðinn. Ísrael hlær að yfirlýsingum. Allsherjar viðskiptabann á Ísrael, þátttaka Íslands í ákæru S-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og alþjóðleg sniðganga á Ísrael í íþrótta- og menningarsamstarfi STRAX. Ísrael þarf að yfirgefa Gaza og Vesturbakkann fyrir fullt og allt. Alþjóðasamfélagið þarf að bera ábyrgð á þætti sínum í þjóðarmorðinu - því diplómatíska skjóli sem það hefur veitt Ísrael hjá alþjóðastofnunum og þátttöku sinni í þjóðarmorðinu með stanslausum vopnasendingum til Ísraels þó að löngu sé ljóst að Ísrael sé að fremja þjóðarmorð. Tryggja verður óheft og frjálst flæði neyðaraðstoðar og hefja endurbyggingu á Gaza strax. Á morgun söfnumst við saman við utanríkisráðuneytið, Reykjastræti 8, 101 Reykjavík kl. 09:00 og krefjumst þess að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða. Við látum ekki 14.000 börn svelta til dauða. Mætum öll! Gaza gefst ekki upp - við gefumst ekki upp! FRJÁLS PALESTÍNA! (1)https://www.dropsitenews.com/p/netanyahu-trump-gaza-aid-genocide-smotrich-ceasefire-hamas Höfundar eru stjórnarmenn í Félaginu Ísland-Palestína
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun