Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Kári Mímisson skrifar 19. maí 2025 18:46 Mönnum var heitt í hamsi. vísir/Diego Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Leikurinn fór vel af stað í dag og hraðinn var gríðarlegur í byrjun leiksins. Valur byrjaði betur og komst í 4-1 en þá tók við frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu sex mörk gegn einu og náðu yfirhöndinni á leiknum. Valur náði þó góðum kafla þegar stutt var til hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir í stöðunni 16-14 en Fram skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og fór því með forystu inn í leikhlé. Staðan 17-16 fyrir heimamenn í hálfleik. Lokamark fyrri hálfleiksins var ævintýralegt. Bjarni Selvindi tók lokaskot Vals sem fór af vörn Fram og þaðan aftur fyrir miðju. Theodór Sigurðsson var vel vakandi og sá að Björgvin Páll var ekki í markinu, þau fram, náði boltanum og skoraði auðveldlega í tómt netið rétt áður en flautað var til hálfleiks. Ótrúlegt mark hreint út sagt. Fram byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og skoraði fyrstu þrjú mörk hálfleiksins áður á meðan það tók Val níu mínútur að finna netið. Breki Hrafn Árnason kom í markið í fyrri hálfleiknum og sýndi heldur betur sínar bestu hliðar en hann varði hvert skotið á fætur öðru á þessum tímapunkti. Þegar rúmlega fimm mínútur voru til leiksloka kom Erlendur Guðmundsson Fram fjórum mörkum yfir allt stefndi í sigur heimamanna en Valsarar gáfust þó ekki upp. Björgvin Páll varði nokkur mikilvæg skot og hélt liðinu inni í leiknum. Lokamínúta leiksins var svo æsispennandi. Fram hélt í sókn þegar innan við mínúta var eftir af leiknum og marki yfir. Eiður Rafn fékk upplagið tækifæri til að vinna leikinn fyrir Fram en Björgvin Páll sá við honum og Valur gat því jafnað leikinn þegar 28 sekúndur voru eftir. Bjarni Selvindi fékk úrvals tækifæri til að jafna leikinn og koma honum í framlengingu en skot hans hafnaði í innanverðri stönginni og það var því Fram sem fór með sigur af velli hér í dag eftir hreint ótrúlegan handboltaleik. Stjörnur og skúrkar Svo margir góðir. Bjarni Selvindi átti erfiðan leik í dag en þetta fer í reynslubankann hjá honum og hann mun alltaf koma sterkari til baka. Bjöggi (38 prósent) var hrikalega góður undir lok leiksins og hélt Val algjörlega inni í leiknum og þá voru bæði Arnór (30 prósent markvarsla) og Breki Hrafn (44 prósent markvarsla) virkilega góðir milli stanganna hjá Fram. Maður leiksins er klárlega Reynir Þór Stefánsson en hann skoraði átta mörk ásamt því að vera sterkur varnarlega. Atvik leiksins Markið hjá Theodóri var rosalegt og verður að fá að vera atvik leiksins. Það eru svona atvik sem vinna stundum leiki og í dag var það svoleiðis. Liðsfélagar hans verða nú heldur betur að verðlauna hann eftir svona atvik. Dómararnir Flottir í dag eins og alltaf. Eitthvað smá tuð hér og þar enda mikið undir en Svavar voru með þetta í teskeið í dag. Stemning og umgjörð Allt upp á tíu hér hjá Fram hér í Úrvalsárdalnum og mætingin fín. Hefði mátt vera fleiri í rauðum treyjum en vissulega var Valur líka að keppa við Breiðablik í Bestu deild karla og því erfitt að manna tvær stuðningsmannasveitir á sama tíma. Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals var augljóslega svekktur þegar hann mætti til viðtals strax að loknum leik. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi og auðvitað mjög erfitt að vera 2-0 undir í þessu einvígi. Hver leikur núna er bara úrslitaleikur og við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. Við erum komnir með bakið upp við hinn fræga vegg og við þurfum að gera betur og vinna. Þetta er í raun bara ósköp einfalt, við þurfum að spila mun betur og klára þá.“ Spurður út í það hversu þungt það væri að vera kominn í þessa stöðu mátti sjá það í augum Óskars að þetta einvígi væri alls ekki búið en hann segir sína menn vera hvað besta núna þegar þeir komast ekki upp með neitt annað en að vinna rest. „Nú eru bara allir leikir bikarúrslit. Svo þarf líka bara að tengja þetta rétt, ég efast ekkert um það að við viljum ekki vinna og verða meistarar en við þurfum að þola allt sem kemur upp og þeir koma með. Ég held að við séum bestir þegar það er ekkert annað í boði enn að vera bestur. Þetta er samt alveg frábært Fram lið og við þurfum að vera mjög skynsamir, agaðir og eiga betri varnarleik. Í raun þarf allt að fara upp um nokkur prósent að mínu mati.“ Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. 19. maí 2025 22:37
Fram og Valur mættust í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Leikið var í Úlfarsárdalnum en Fram hafði unnið fyrsta leikinn á Hlíðarenda í síðustu viku. Svo fór að lokum að Fram sigraði með einu marki eftir æsispennandi lokamínútur þar Valur gat jafnað leikinn þegar skammt var til leiksloka en skot Bjarna Selvind hafnaði í stönginni áður en Fram náði frákastinu. Leikurinn fór vel af stað í dag og hraðinn var gríðarlegur í byrjun leiksins. Valur byrjaði betur og komst í 4-1 en þá tók við frábær kafli hjá heimamönnum sem skoruðu sex mörk gegn einu og náðu yfirhöndinni á leiknum. Valur náði þó góðum kafla þegar stutt var til hálfleiks og komst tveimur mörkum yfir í stöðunni 16-14 en Fram skoraði þrjú síðustu mörk hálfleiksins og fór því með forystu inn í leikhlé. Staðan 17-16 fyrir heimamenn í hálfleik. Lokamark fyrri hálfleiksins var ævintýralegt. Bjarni Selvindi tók lokaskot Vals sem fór af vörn Fram og þaðan aftur fyrir miðju. Theodór Sigurðsson var vel vakandi og sá að Björgvin Páll var ekki í markinu, þau fram, náði boltanum og skoraði auðveldlega í tómt netið rétt áður en flautað var til hálfleiks. Ótrúlegt mark hreint út sagt. Fram byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og skoraði fyrstu þrjú mörk hálfleiksins áður á meðan það tók Val níu mínútur að finna netið. Breki Hrafn Árnason kom í markið í fyrri hálfleiknum og sýndi heldur betur sínar bestu hliðar en hann varði hvert skotið á fætur öðru á þessum tímapunkti. Þegar rúmlega fimm mínútur voru til leiksloka kom Erlendur Guðmundsson Fram fjórum mörkum yfir allt stefndi í sigur heimamanna en Valsarar gáfust þó ekki upp. Björgvin Páll varði nokkur mikilvæg skot og hélt liðinu inni í leiknum. Lokamínúta leiksins var svo æsispennandi. Fram hélt í sókn þegar innan við mínúta var eftir af leiknum og marki yfir. Eiður Rafn fékk upplagið tækifæri til að vinna leikinn fyrir Fram en Björgvin Páll sá við honum og Valur gat því jafnað leikinn þegar 28 sekúndur voru eftir. Bjarni Selvindi fékk úrvals tækifæri til að jafna leikinn og koma honum í framlengingu en skot hans hafnaði í innanverðri stönginni og það var því Fram sem fór með sigur af velli hér í dag eftir hreint ótrúlegan handboltaleik. Stjörnur og skúrkar Svo margir góðir. Bjarni Selvindi átti erfiðan leik í dag en þetta fer í reynslubankann hjá honum og hann mun alltaf koma sterkari til baka. Bjöggi (38 prósent) var hrikalega góður undir lok leiksins og hélt Val algjörlega inni í leiknum og þá voru bæði Arnór (30 prósent markvarsla) og Breki Hrafn (44 prósent markvarsla) virkilega góðir milli stanganna hjá Fram. Maður leiksins er klárlega Reynir Þór Stefánsson en hann skoraði átta mörk ásamt því að vera sterkur varnarlega. Atvik leiksins Markið hjá Theodóri var rosalegt og verður að fá að vera atvik leiksins. Það eru svona atvik sem vinna stundum leiki og í dag var það svoleiðis. Liðsfélagar hans verða nú heldur betur að verðlauna hann eftir svona atvik. Dómararnir Flottir í dag eins og alltaf. Eitthvað smá tuð hér og þar enda mikið undir en Svavar voru með þetta í teskeið í dag. Stemning og umgjörð Allt upp á tíu hér hjá Fram hér í Úrvalsárdalnum og mætingin fín. Hefði mátt vera fleiri í rauðum treyjum en vissulega var Valur líka að keppa við Breiðablik í Bestu deild karla og því erfitt að manna tvær stuðningsmannasveitir á sama tíma. Óskar Bjarni Óskarsson.Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals var augljóslega svekktur þegar hann mætti til viðtals strax að loknum leik. „Þetta er auðvitað mjög svekkjandi og auðvitað mjög erfitt að vera 2-0 undir í þessu einvígi. Hver leikur núna er bara úrslitaleikur og við þurfum bara að undirbúa okkur fyrir fimmtudaginn. Við erum komnir með bakið upp við hinn fræga vegg og við þurfum að gera betur og vinna. Þetta er í raun bara ósköp einfalt, við þurfum að spila mun betur og klára þá.“ Spurður út í það hversu þungt það væri að vera kominn í þessa stöðu mátti sjá það í augum Óskars að þetta einvígi væri alls ekki búið en hann segir sína menn vera hvað besta núna þegar þeir komast ekki upp með neitt annað en að vinna rest. „Nú eru bara allir leikir bikarúrslit. Svo þarf líka bara að tengja þetta rétt, ég efast ekkert um það að við viljum ekki vinna og verða meistarar en við þurfum að þola allt sem kemur upp og þeir koma með. Ég held að við séum bestir þegar það er ekkert annað í boði enn að vera bestur. Þetta er samt alveg frábært Fram lið og við þurfum að vera mjög skynsamir, agaðir og eiga betri varnarleik. Í raun þarf allt að fara upp um nokkur prósent að mínu mati.“
Olís-deild karla Fram Valur Tengdar fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. 19. maí 2025 22:37
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. 19. maí 2025 22:37
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn