„Ég hef alltaf verið smá göldrótt og er að reyna að senda lífið sem mig langar í út í umheiminn. Núna er ég að manifesta sykurpabba og snekkju. Kannski nokkra sykurpabba. Ég væri alveg til í allavega fjörutíu eiginmenn,“ sagði Kesha kímin í þættinum.
Kesha skartaði silfruðum bol í viðtalinu sem var búinn til úr fjöldanum öllum af trúlofunarhringum.
„Bolurinn er tileinkaður öllum mönnunum sem hafa reynt,“ hafði Kesha að segja um þessa einstöku flík. Hún hefur aldrei gengið í hjónaband en var þó trúlofuð um stund.
„Svo langaði mig ekki að vera trúlofuð lengur. Ég áttaði mig ekki einu sinni á því að ég ætlaði að hætta með honum fyrr en ég var búin að semja lag um það.
Þegar ég hlustaði á lagið áttaði ég mig á því að þetta samband væri búið. Það leiddi mig inn í sannleikann því ég get ekki logið í gegnum tónlistina.“