Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. maí 2025 20:25 Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu, Vísir/Vilhelm Margföld umframeftirspurn var í hlutabréfaútboði Alvotech í Stokkhólmi í morgun. Róbert Wessman forstjóri félagsins segir rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum líkt og Trump hefur boðað. Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert. Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri Alvotech, hringdi inn markaðinn í kauphöllinni í Stokkhólmi í morgun í tilefni skráningar félagsins. Hlutabréfamarkaðurinn þar er einn sá stærsti í Evrópu, og þá sérstaklega í viðskiptum með bréf fyrirtækja í heilbrigðisgeiranum. Í vor keypti Alvotech þróunarstarfsemi sænska líftæknifyrirtækisins Xbrane Biopharma og segir Róbert skráninguna eðlilegt skref í kjölfar þess. „Svíþjóð er auðvitað með mikið af lyfjafyrirtækjum sem eru skráð og þekking á lyfjageiranum er umtalsverð. Þannig við töldum þetta bara vera mjög heillavænlegt skref að bæði geta boðið íslenskum fjárfestum að selja hér í Svíþjóð og þá að bjóða sænskum fjárfestum að kaupa hlutbréf í gegnum Ísland og þá Svíþjóð til lengri tíma,“ segir Róbert. Margföld eftirspurn Hann segir að stefnt hafi verið að því að ná inn lágmarksfjölda hluthafa í þessu útboði. Eftirspurnin var margföld. „Í raun og veru var stefnt að því að ná fimm hundruð hluthöfum inn en við fengum í kringum þrjú þúsund og þrjú hundruð hluthafa þarna strax í dag.“ Hann segir mörg spennandi verkefni fram undan; félagið stefnir að því að setja á markað þrjú ný lyf í árslok og auk þess séu hátt í þrjátíu í þróun. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, boðar lækkun á lyfjaverðiAP/Alex Brandon Félagið á mikið undir Vestanhafs þar sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, skrifaði í síðustu viku undir forsetatilskipun sem miðar að því að lækka verð á lyfseðilsskyldum lyfjum í landinu. Að sögn Trumps ætti verð lækka nánast samstundis um 30 til 80 prósent. Enn er þó óvíst með áhrif tilskipunarinnar. Róbert bendir á að þetta sé endurtekið efni að einhverju leyti og að Trump hafi verið gerður afturreka með sambærilegt mál í fyrri forsetatíð. „En lyfjaverð í Bandaríkjunum er allt að tíu sinnum hærra en í Evrópu þannig að mér þætti það alveg lógískt skref til lengri tíma að lyfjaverð í Bandaríkjunum myndi lækka. En við erum að selja okkar hliðstæður á miklu lægra verði en frumlyfin þannig við munum alltaf geta keppt við frumlyfin og gert mun betur en þau, þá með það í huga að bjóða góð verð til sjúklinga og geta aukið aðgengi að þessum lyfjum,“ segir Róbert.
Lyf Kauphöllin Bandaríkin Donald Trump Alvotech Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira