Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar 18. maí 2025 17:00 Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Þjóðkirkjan Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Er heimurinn í eðli sínu staður skorts eða gnægða? Stundum er líkt og mannlífið sé byggt upp á grundvelli þess skilnings að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts á öllu því sem manneskjan þarf til að lifa hér í heiminum. Afleiðing þess sé sú að við þurfum að keppast við hvert annað og berjast um að öðlast það sem lífsnauðsynlegt er. Þess vegna sé barátta í heiminum, þess vegna séu stríð. Er þetta rétt? Þar sem mannleg illska ræður för, þar er ekki von á góðu Nei, þetta er ekki rétt. Heimurinn er í eðli sínu staður gnægða. Það eru gnægðir af öllu því sem maðurinn þarfnast til að lifa gæfusömu lífi. Gnægðirnar eru svo miklar að það er nóg fyrir alla. Vitanlega geta verið aðstæður þar sem er skortur, þar sem eru stríð. Dæmin sanna það vissulega. Á Gaza er skortur. Á Gaza er stríð. Þar bíða hins vegar hjálpargögnin við landamærin, en hinir þurfandi fá ekki að taka á móti hjálpinni. Þar virðist það vera mannleg illska sem ræður för og þá er ekki von á góðu. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar fólk er vísvitandi látið svelta. Það er ekkert nema illska sem ræður för þegar börn eru myrt. Þessu mótmælir allt hugsandi, trúandi fólk. Staður gnægða Staðan á Gaza er ekki grundvölluð á því að heimurinn sé í eðli sínu staður skorts. Heimurinn er nefnilega staður gnægða, þar sem nóg er fyrir alla og rúmlega það. Manninum lánast hins vegar ekki alltaf, eins og dæmin sanna, að meðhöndla gæðin á réttlátan máta fyrir alla. Hin kristna sýn á heiminn er sú að heimurinn sé góð sköpun kærleiksríks Guðs, sem elskar alla menn. Á þeim grunni eru allir menn elskaðir og jafnir. Á þeim grunni ber okkur að lifa. Á þeim grunni ber okkur að lifa, svo aðrir fái einnig að lifa. Höfundur er sóknarprestur í Fossvogsprestakalli
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun