Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. maí 2025 18:19 Hadi Matar gengur inn í dómshúsið í Mayville í New York í fangaklæðum. Hann hlaut þar 25 ára dóm fyrir banatilræðiðp við Rushdie og sjö ára dóm fyrir líkamsárás. Ap Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina. AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu. Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
AP fjallar um málið. Í febrúar komst kviðdómur að þeirri niðurstöðu að hinn 27 ára bandarísk-líbanski Matar væri sekur um morðtilræði og í dag dæmdi dómari í Chautauqua-sýslu í New York hann í 25 ára fangelsi, hámarksrefsingu fyrir glæpinn. Matar hlaut einnig sjö ára dóm fyrir að veitast að Ralph Henry Reese, umræðustjóra á fyrirlestrinum. Matar mun afplána dómana tvo samhliða þar sem glæpirnir áttu sér stað á sama tíma og mun hann því sitja í fangelsi í 32 ár. Yfirgangsseggur og hræsnari Áður en dómurinn féll reist Matar á fætur og las upp yfirlýsingu um málfrelsi og sagði Rushdie vera hræsnara. „Salman Rushdie vill lítilsvirða annað fólk,“ sagði Matar í yfirlýsingunni. „Hann vill vera yfirgangsseggur, hann vill níðast á öðrum. Ég er ekki sammála því.“ Matar ætlaði með banatilræðinu að framfylgja „fatwa“ þ.e. dauðadómi sem Ruholla Khomeini, æðstiklerkur Írans, gaf út 1989 vegna skáldsögunnar Söngva Satans sem kom út 1988. Dómur klerksins gerði Rushdie réttdræpan og voru þrjár milljónir dala settar til höfuðs honum. Eftir það var Rushdie í áratugi í felum og bjó undir verndarvæng breska ríkisins með vopnaða verði í níu ár. Íran hætti formlegum stuðningi við tilskipunina 1998 en Söngvar Satans er enn stranglega bönnuð í Íran vegna þeirrar myndar sem dregin er upp af Múhameð spámanni. Ræddi árásina í Háskólabíó Eftir árásin dvaldi Rushdie í sautján daga á sjúkrahúsi í Pennsylvaníu og var meira en þrjár vikur í endurhæfingu í New York. Rushdie skrifaði um árásina og afleiðingar hennar í bókinni Hnífi sem kom út í fyrra. Rushdie kom til Íslands í fyrra þar sem hann tók við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum Halldórs Laxness og ræddi þar um árásina. Matar þarf að fara aftur fyrir dóm vegna ákæra sem snúa að hryðjuverkaþætti árásarinnar. Fyrstu réttarhöldin sneru að sjálfri árásinni en í þeirri næstu verður farið ofan í ástæðurnar fyrir banatilræðinu.
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Erlend sakamál Tengdar fréttir Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14 Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37 Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bresk-bandaríski rithöfundurinn Salman Rushdie hlýtur Alþjóðleg bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness í ár. Verðlaunin voru fyrst afhent árið 2019 en Rushdie mun veita verðlaununum viðtöku í Háskólabíói föstudaginn 13. september næstkomandi. 29. ágúst 2024 07:14
Írönsk yfirvöld segja Rushdie og stuðningsmenn hans eina bera ábyrgð á árásinni Yfirvöld í Íran taka fyrir að hafa komið að árás á rithöfundinn Salman Rushdie í New York á föstudag. Þau segja Rushdie sjálfan og aðdáendur hans bera ábyrgð á árásinni. 15. ágúst 2022 07:37
Salman Rushdie stunginn á sviði Ráðist var á rithöfundinn Salman Rushdie á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í dag. Hann hefur um áratugabil mátt sæta stöðugum líflátshótunum vegna bókar hans Söngva Satans. 12. ágúst 2022 15:29