Körfubolti

Hörður kominn undan feldinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Unnsteinsson kveður KR eftir nokkur ár hjá félaginu.
Hörður Unnsteinsson kveður KR eftir nokkur ár hjá félaginu. vísir/hulda margrét

Eftir nokkra umhugsun er Hörður Unnsteinsson hættur í þjálfun. Hann stýrði kvennaliði KR upp í Bónus deildina í körfubolta í vetur.

Í viðtali við Vísi eftir að KR hafði tryggt sér sæti í Bónus deildinni eftir 3-0 sigur á Hamri/Þór í einvígi liðanna í umspili sagðist Hörður liggja undir feldinum fræga og velta fyrir sér hvort hann ætti að halda áfram í þjálfun. Hann hefur stýrt umfjöllun Stöðvar 2 Sports um Bónus deild kvenna og eðlilega fer þetta tvennt ekki saman.

Í dag greindi Hörður frá því í færslu á Facebook að hann hefði ákveðið að láta staðar numið í þjálfun eftir fimm ár hjá KR. Á mánudaginn varð 12. flokkur kvenna hjá KR Íslandsmeistari undir hans stjórn sem hann segir hafa verið hinn fullkomna endi á tíma sínum hjá Vesturbæjarliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×