Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2025 09:40 Morðinginn kom með strætisvagni í skólann þar sem hann framdi fjöldamorðið. Sænska lögreglan birti þessa mynd úr öryggismyndavél í vagninum á blaðamannafundi í morgun. Sænska lögreglan Karlmaður á fertugsaldri sem skaut tíu manns til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í febrúar virðist hafa valið fórnarlömb sín af handahófi. Engar hugmyndafræðilegar eða pólitískar ástæður fundust fyrir ódæðinu en lögregla telur að maðurinn hafi viljað svipta sig lífi af vonleysi og gremju vegna persónulegra aðstæðna hans. Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á fjöldamorðinu í Campus Risbergska-skólanum í morgun. Byssumaðurinn svipti sig lífi þegar lögreglumenn komu á vettvang og því verða engin réttarhöld í málinu. Rannsókn leiddi í ljós að maðurinn stóð einn að verki. Engar vísbendingar fundust um að byssumaðurinn hefði verið knúinn áfram af hugmyndafræði, pólitískum skoðunum eða andúð á einstaklingum eða hópum fólks. Sjö konur og þrír karlar féllu í árásinni og sex særðust til viðbótar. Lifði á bótum og féll á stærðfræðiprófi Morðinginn hét Rickard Andersson og var 35 ára gamall. Hann stundaði nám í stærðfræði við Campus Risbergska-skólann, þar sem boðið var upp á endurmenntun, á árunum 2019 til 2021 en féll á prófum og hætti sjálfur námi. Andersson lifði af opinberum bótum allt sitt fullorðnislíf og lögregla telur að hann hafi stundað nám við Risbergska til þess að reyna að fá vinnu og geta staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt óöruggi og hafnanir hafi orðið kveikjan að ódæðinu. „Þetta skapar vaxandi gremju og vonleysi sem við sjáum að breyttist í ósk um að svipta sig lífi,“ sagði Henrik Dahlström frá sænsku lögreglunni á blaðmannafundi í morgun. Hann virðist hafa skotið fólk af handahófi en fórnarlömbin voru þverskurður af nemendum og starfsfólki skólans, að sögn lögreglu. „Ekkert við verknaðinn bendir til þess að þetta hafi verið hefndarverk sem beindist að ákveðnu fólki eða hópi fólks,“ sagði Dahlström. Hvorki sími né tölvugögn fundust Ákaflega takmarkaðar upplýsingar sem hefðu mögulega getað varpað frekara ljósi á hugarástand og hugmyndaheim Andersson, eins og leitarsaga á netinu, fundust þó. Lögreglu tókst ekki að finna síma hans sem síðast var kveikt á nokkrum dögum fyrir fjöldamorðið. Þá hafði harði diskurinn verið fjarlægður úr fartölvu og tveimur borðtölvum sem fundust við húsleit á heimili hans. „Okkar mat er að sá grunaði hafi vísvitandi valið að vera ósýnilegur, bæði í stafræna heiminum og í raunheimum. Hann bjó einn og skildi ekki eftir sig mikla slóð,“ sagði Dahlström. Lögreglubílar á vettvangi skotárásarinnar í Örebro í febrúar. Tíu manns létu lífið, auk morðingjans sjálfs og sex særðust.Vísir/EPA Þannig hafa litlar sem engar upplýsingar fundist um Andersson á netinu sem virðist hafa gætt þess að eyða öllum mögulegum sönnunargögnum fyrir árásina. Dahlström sagði lögregluna afar meðvitaða um að hana skorti mikilvæg gögn. „Það er klárt að við vildum óska þess að við hefðum getað skýrt þetta enn betur.“ Var á örvandi efnum Lögreglan telur að Andersson hafi byrjað að undirbúa skotárásina síðasta haust. Hann hafi selt eða reynt að selja eigur sínar og leitað að upplýsingum um viðhald á skotvopnum. Hann náði í gítartösku til foreldra sinna í september eða október en skildi gítarinn sjálfan eftir. Töskuna notaði hann síðar til þess að koma þremur byssum sínum inn í skólann. Í seinni hluta janúar keypti Andersson skotfæri, hnífa og reyksprengjur. Engar upplýsingar fundust um að Andersson hefði notað skotvopn sín fyrir árásinu nema þegar hann fékk byssuleyfið árið 2011. Hann virðist ekki hafa hleypt af byssu á skotæfingasvæði eða við veiðar. Byssumaðurinn kom með strætó í skólann rétt fyrir klukkan átta að morgni fjöldamorðsins. Þegar inn var komið fór hann inn á salerni þar sem hann virðist hafa haldið lengi til. Í klósettbás fundust meðal annars dósir með leifum af örvandi efnunum kókaíni og amfetamíni. Lögregla telur að hann hafi verið undir áhrifum slíkra efna þegar hann framdi ódæðið. Lögreglan segir að miðað við vopnin og skotfærin sem Andersson viðaði að sér hafi hann ætlað sér að skjóta margt fólk. Reyksprengjurnar bendi til þess að hann hafi ætlaði sér að valda glundroða til þess að valda eins miklum skaða og hann gæti og torvelda hjálparstarf. Svíþjóð Erlend sakamál Skotárás í Örebro Skotvopn Tengdar fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30 Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. 7. febrúar 2025 16:39 Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Sænska lögreglan greindi frá niðurstöðum rannsóknar sinnar á fjöldamorðinu í Campus Risbergska-skólanum í morgun. Byssumaðurinn svipti sig lífi þegar lögreglumenn komu á vettvang og því verða engin réttarhöld í málinu. Rannsókn leiddi í ljós að maðurinn stóð einn að verki. Engar vísbendingar fundust um að byssumaðurinn hefði verið knúinn áfram af hugmyndafræði, pólitískum skoðunum eða andúð á einstaklingum eða hópum fólks. Sjö konur og þrír karlar féllu í árásinni og sex særðust til viðbótar. Lifði á bótum og féll á stærðfræðiprófi Morðinginn hét Rickard Andersson og var 35 ára gamall. Hann stundaði nám í stærðfræði við Campus Risbergska-skólann, þar sem boðið var upp á endurmenntun, á árunum 2019 til 2021 en féll á prófum og hætti sjálfur námi. Andersson lifði af opinberum bótum allt sitt fullorðnislíf og lögregla telur að hann hafi stundað nám við Risbergska til þess að reyna að fá vinnu og geta staðið á eigin fótum. Fjárhagslegt óöruggi og hafnanir hafi orðið kveikjan að ódæðinu. „Þetta skapar vaxandi gremju og vonleysi sem við sjáum að breyttist í ósk um að svipta sig lífi,“ sagði Henrik Dahlström frá sænsku lögreglunni á blaðmannafundi í morgun. Hann virðist hafa skotið fólk af handahófi en fórnarlömbin voru þverskurður af nemendum og starfsfólki skólans, að sögn lögreglu. „Ekkert við verknaðinn bendir til þess að þetta hafi verið hefndarverk sem beindist að ákveðnu fólki eða hópi fólks,“ sagði Dahlström. Hvorki sími né tölvugögn fundust Ákaflega takmarkaðar upplýsingar sem hefðu mögulega getað varpað frekara ljósi á hugarástand og hugmyndaheim Andersson, eins og leitarsaga á netinu, fundust þó. Lögreglu tókst ekki að finna síma hans sem síðast var kveikt á nokkrum dögum fyrir fjöldamorðið. Þá hafði harði diskurinn verið fjarlægður úr fartölvu og tveimur borðtölvum sem fundust við húsleit á heimili hans. „Okkar mat er að sá grunaði hafi vísvitandi valið að vera ósýnilegur, bæði í stafræna heiminum og í raunheimum. Hann bjó einn og skildi ekki eftir sig mikla slóð,“ sagði Dahlström. Lögreglubílar á vettvangi skotárásarinnar í Örebro í febrúar. Tíu manns létu lífið, auk morðingjans sjálfs og sex særðust.Vísir/EPA Þannig hafa litlar sem engar upplýsingar fundist um Andersson á netinu sem virðist hafa gætt þess að eyða öllum mögulegum sönnunargögnum fyrir árásina. Dahlström sagði lögregluna afar meðvitaða um að hana skorti mikilvæg gögn. „Það er klárt að við vildum óska þess að við hefðum getað skýrt þetta enn betur.“ Var á örvandi efnum Lögreglan telur að Andersson hafi byrjað að undirbúa skotárásina síðasta haust. Hann hafi selt eða reynt að selja eigur sínar og leitað að upplýsingum um viðhald á skotvopnum. Hann náði í gítartösku til foreldra sinna í september eða október en skildi gítarinn sjálfan eftir. Töskuna notaði hann síðar til þess að koma þremur byssum sínum inn í skólann. Í seinni hluta janúar keypti Andersson skotfæri, hnífa og reyksprengjur. Engar upplýsingar fundust um að Andersson hefði notað skotvopn sín fyrir árásinu nema þegar hann fékk byssuleyfið árið 2011. Hann virðist ekki hafa hleypt af byssu á skotæfingasvæði eða við veiðar. Byssumaðurinn kom með strætó í skólann rétt fyrir klukkan átta að morgni fjöldamorðsins. Þegar inn var komið fór hann inn á salerni þar sem hann virðist hafa haldið lengi til. Í klósettbás fundust meðal annars dósir með leifum af örvandi efnunum kókaíni og amfetamíni. Lögregla telur að hann hafi verið undir áhrifum slíkra efna þegar hann framdi ódæðið. Lögreglan segir að miðað við vopnin og skotfærin sem Andersson viðaði að sér hafi hann ætlað sér að skjóta margt fólk. Reyksprengjurnar bendi til þess að hann hafi ætlaði sér að valda glundroða til þess að valda eins miklum skaða og hann gæti og torvelda hjálparstarf.
Svíþjóð Erlend sakamál Skotárás í Örebro Skotvopn Tengdar fréttir Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30 Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. 7. febrúar 2025 16:39 Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Telja Andersson hafa skotið fólk af handahófi Lögreglan í Svíþjóð segir líklegt að Rickard Andersson, sem skaut tíu til bana í Örebro í síðustu viku, hafi valið skotmörk sín af handahófi. Nokkur fórnarlambanna voru af erlendu bergi brotin en lögreglan segir ekkert benda til þess að Andersson hafi reynt sérstaklega að myrða útlendinga. 12. febrúar 2025 13:30
Myrti sjö konur og þrjá karla Lögreglan í Svíþjóð hefur borið kennsl á öll fórnarlömbin tíu í skotárásinni í Örebro í vikunni. Árásarmaðurinn notaði þrjá hálfsjálfvirka riffla við árásina og hefur ríkisstjórn Svíþjóðar opinberað ætlanir um að draga úr aðgengi að slíkum byssum. 7. febrúar 2025 16:39
Var vopnaður þremur byssum Tilefni skæðustu skotárásar Svíþjóðar liggur enn ekki fyrir. Lögreglan í Svíþjóð segir rannsókn munu taka sinn tíma en myndin sé byrjuð að skýrast. Lögregluþjónar hafa rætt við vitni og lagt hald á muni á borð við síma sem voru í eigu árásarmannsins. 6. febrúar 2025 09:52