75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar 9. maí 2025 15:30 Í dag er Evrópudagurinn. Það var á þessum degi, þann 9. maí árið 1950 þegar Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, kom með tillögu sem átti eftir að breyta gangi blóðugrar sögu Evrópu og leggja grunninn að stofnun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta var Schuman yfirlýsingin, framtíðarsýn um frið í Evrópu byggð á efnahagslegu- og stjórnmálasamstarfi Evrópuþjóða. Evrópusambandið er friðarverkefni í eðli sínu. Sambandið varð til úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur virkað sem árangursríkt og sterkt sameinandi afl síðustu 75 árin, þar sem fyrrum mótherjar urðu að samstarfsaðilum og sameinaðir um sameiginleg gildi. Í störfum sínum hefur Evrópusambandið frið og samstarf að leiðarljósi, bæði innan sameiginlegra landamæra okkar sem og á heimsvísu. Jafnvel þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þá stuðlum við að opnu samtali, stöðugleika og sameiginlegri velmegun og grundvallar gildum. Við stöndum vörð um reglubundna alþjóðaskipan og tölum fyrir því að hlutverk og ábyrgð alþjóðastofnana séu efld jafnframt því sem við höfnum hugmyndum um alþjóðaskipan þar sem lög hinna sterkustu ráða för. ESB er að aðlagast breyttri heimsmynd Í ört breytilegum og sundurleitum heimi dagsins í dag hefur alþjóðleg samvinna umturnast í alþjóðlega samkeppni. Evrópusambandið hefur ákveðið að taka aðra stefnu, að halda áfram jákvæðum samskiptum og stuðla að samstarfi við lönd um heim allan og vinna að sameiginlegum og hagstæðum lausnum. Evrópusambandið hefur þó þurft að aðlagast nýjum stjórnmálalegum veruleika og hefur í kjölfarið tekið ákvörðun, ásamt aðildarríkjum þess, um að efla öryggis- og varnargetu sína. Líkt og Antonio Costa, forseti Leiðtogaráðs ESB segir: „Evrópa er friðarverkefni, en friður án varna er blekking“. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda heldur er þetta samfélagslegt verkefni sem við vinnum að í nánu samstarfi við vinaríki og samstarfsaðila. Við erum að auka seiglu innan Sambandsins, tryggja samkeppnishæfni evrópska efnahagssvæðisins og höldum ótrautt áfram með stefnur okkar í grænni og stafrænni umbreytingu. Við álítum græna umbreytingu ekki aðeins sem siðferðislega ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum, heldur einnig sem efnahagslegt tækifæri fyrir kynslóðir nútímans alls staðar í heiminum með því að auka aðgang að grænni orku, samgöngum og vatnsauðlindum. ESB er áreiðanlegur samstarfsaðili Eftir því sem hnattrænar áskorarnir aukast, eykst einnig ásetningur okkar um að vera áreiðanlegur og fyrirsjáanlegur samstarfsaðili. Ísland er meðal nánustu samstarfsaðila og bandamanna ESB og deilum við einnigsameiginlegum grundvallarhagsmunum. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili í viðskiptum sem tryggir aukna velmegun. Við höldum áfram að byggja upp sambönd við alla þá sem er annt um sanngjörn og reglubundin viðskipti sem grunn að sameiginlegri hagsæld. Evrópusambandið hefur gert viðskiptasamninga við 76 ríki og við fjárfestum mikið í samstarfsaðilum okkar um heim allan. Síðustu 30 árin hefur Evrópusambandið fjárfest meira en 80 milljörðum íslenskra króna í íslensku samfélagi, fyrirtækjum, skapandi greinum, menntageiranum, rannsóknum og nýsköpun. Fyrir einungis einu ári fögnuðum við formlegri þátttöku Íslands í InvestEU fjárfestingaráætluninni og hefur nú þegar fjöldi fyrirtækja og einstaklinga notið góðs að auknu fjármagni og vaxtartækifærum. Þetta er sannarlega gott dæmi um hversu árangursríkur EES-samningurinn hefur reynst okkur. Að sama skapi, þá tekur Evrópusambandið varnar- og öryggismálum alvarlega og við stöndum reiðubúin til þess að eiga í samstarfi við Ísland við að efla langtíma öryggi okkar. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta í að tryggja að Norður-Atlantshafssvæðið og norðurslóðir verði áfram örugg, friðsæl, stöðug, farsæl og sjálfbær svæði sem eru opin fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Evrópusambandið styður Ísland og aðra samstarfsaðila sína í norðrinu með margvíslegum aðgerðum, t.a.m aðgang að gögnum frá gervihnattamiðstöð ESB (e. EU Satellite Centre – SatCen) sem styður við eftirlit og greiningu á öryggisástandi á norðurslóðum. Að auki njóta Íslendingar njóta ótakmarkaðs aðgangs að Galileo gervihnattakerfinu okkar sem styður við leitar- og björgunaraðgerðir sem og veitir yfirvöldum og rannsakendum nauðsynleg gögn. Ísland fær einnig aðgang að fjölmörgum samstarfs- og styrktaráætlunum ESB sem skapa tækifæri til rannsókna og verkefna t.d í netöryggismálum. Almannavarnarkerfi ESB (e. EU Civil Protection Mechanism – EUCPM) er reiðubúið til þess að aðstoða Íslendinga í neyðartilvikum, líkt og gerðist árið 2023 þegar almannavarnarkerfi ESB sendi, að beiðni íslenskra stjórnvalda, hóp sérfræðinga til þess að styðja við yfirvöld í aðdraganda eldgosanna við Sundhnúkagíga. Sterkari saman í 30 ár Í fyrra fögnuðum við 30 ára afmæli Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). EES-samningurinn hefur reynst gríðarlega árangursríkur bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið. Samningurinn gerir Ísland að fullgildum þátttakanda í innri markaði Evrópu sem samanstendur af yfir 450 milljónum íbúa og veitir íslenskum fyrirtækjum og neytendum aukin tækifæri. Þátttaka Íslands í samstarfs- og styrktaráætlunum ESB hefur skilað miklum ávinningi fyrir nær alla samfélagshópa og fyrir íslenska hagkerfið, en meira en 10% íslendinga hafa notið góðs af Evrópustyrkjum t.d Erasmus+. Evrópudagurinn er okkar dagur. Þetta er dagur sem gefur okkur tækifæri til þess að fagna saman árangri samstarfs okkar, menningarlegri fjölbreytni, og tækifæri til þess að velta því fyrir okkur hvers konar framtíð við viljum stefna að sem Evrópubúar. Á Íslandi verður Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur laugardaginn 10. Maí milli 14:00 og 16:30 í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Þetta verður menningarviðburður sem hefst með látum þegar Lúðrasveit Mosfellsbæjar tekur nokkur lög. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, flytur opnunarræðu og í framhaldinu verða flutt fjölbreytt tónlistaratriði. Gestir og gangadi hljóta ókeypis aðgang að tveimur listasýningum safnsins (Kjarval og ÓLGA) og, að sjálfsögðu, munum við bjóða upp á ókeypis íslenskar pönnukökur á meðan birgðir endast! Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Póllands, Spánar, og Þýskalands, ásamt ræðismannsskrifstofu Rúmeníu, munu einnig bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börn, t.d andlitsmálning og föndursmiðja. Þér og fjölskyldu þinni er hjartanlega velkomið að koma. Við tökum vel á móti ykkur. Gleðilegan Evrópudag. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag er Evrópudagurinn. Það var á þessum degi, þann 9. maí árið 1950 þegar Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, kom með tillögu sem átti eftir að breyta gangi blóðugrar sögu Evrópu og leggja grunninn að stofnun Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins. Þetta var Schuman yfirlýsingin, framtíðarsýn um frið í Evrópu byggð á efnahagslegu- og stjórnmálasamstarfi Evrópuþjóða. Evrópusambandið er friðarverkefni í eðli sínu. Sambandið varð til úr rústum seinni heimsstyrjaldarinnar og hefur virkað sem árangursríkt og sterkt sameinandi afl síðustu 75 árin, þar sem fyrrum mótherjar urðu að samstarfsaðilum og sameinaðir um sameiginleg gildi. Í störfum sínum hefur Evrópusambandið frið og samstarf að leiðarljósi, bæði innan sameiginlegra landamæra okkar sem og á heimsvísu. Jafnvel þegar við stöndum frammi fyrir gríðarlegum áskorunum, þá stuðlum við að opnu samtali, stöðugleika og sameiginlegri velmegun og grundvallar gildum. Við stöndum vörð um reglubundna alþjóðaskipan og tölum fyrir því að hlutverk og ábyrgð alþjóðastofnana séu efld jafnframt því sem við höfnum hugmyndum um alþjóðaskipan þar sem lög hinna sterkustu ráða för. ESB er að aðlagast breyttri heimsmynd Í ört breytilegum og sundurleitum heimi dagsins í dag hefur alþjóðleg samvinna umturnast í alþjóðlega samkeppni. Evrópusambandið hefur ákveðið að taka aðra stefnu, að halda áfram jákvæðum samskiptum og stuðla að samstarfi við lönd um heim allan og vinna að sameiginlegum og hagstæðum lausnum. Evrópusambandið hefur þó þurft að aðlagast nýjum stjórnmálalegum veruleika og hefur í kjölfarið tekið ákvörðun, ásamt aðildarríkjum þess, um að efla öryggis- og varnargetu sína. Líkt og Antonio Costa, forseti Leiðtogaráðs ESB segir: „Evrópa er friðarverkefni, en friður án varna er blekking“. Þetta er ekki einungis á ábyrgð stjórnvalda heldur er þetta samfélagslegt verkefni sem við vinnum að í nánu samstarfi við vinaríki og samstarfsaðila. Við erum að auka seiglu innan Sambandsins, tryggja samkeppnishæfni evrópska efnahagssvæðisins og höldum ótrautt áfram með stefnur okkar í grænni og stafrænni umbreytingu. Við álítum græna umbreytingu ekki aðeins sem siðferðislega ábyrgð gagnvart komandi kynslóðum, heldur einnig sem efnahagslegt tækifæri fyrir kynslóðir nútímans alls staðar í heiminum með því að auka aðgang að grænni orku, samgöngum og vatnsauðlindum. ESB er áreiðanlegur samstarfsaðili Eftir því sem hnattrænar áskorarnir aukast, eykst einnig ásetningur okkar um að vera áreiðanlegur og fyrirsjáanlegur samstarfsaðili. Ísland er meðal nánustu samstarfsaðila og bandamanna ESB og deilum við einnigsameiginlegum grundvallarhagsmunum. Við erum áreiðanlegur samstarfsaðili í viðskiptum sem tryggir aukna velmegun. Við höldum áfram að byggja upp sambönd við alla þá sem er annt um sanngjörn og reglubundin viðskipti sem grunn að sameiginlegri hagsæld. Evrópusambandið hefur gert viðskiptasamninga við 76 ríki og við fjárfestum mikið í samstarfsaðilum okkar um heim allan. Síðustu 30 árin hefur Evrópusambandið fjárfest meira en 80 milljörðum íslenskra króna í íslensku samfélagi, fyrirtækjum, skapandi greinum, menntageiranum, rannsóknum og nýsköpun. Fyrir einungis einu ári fögnuðum við formlegri þátttöku Íslands í InvestEU fjárfestingaráætluninni og hefur nú þegar fjöldi fyrirtækja og einstaklinga notið góðs að auknu fjármagni og vaxtartækifærum. Þetta er sannarlega gott dæmi um hversu árangursríkur EES-samningurinn hefur reynst okkur. Að sama skapi, þá tekur Evrópusambandið varnar- og öryggismálum alvarlega og við stöndum reiðubúin til þess að eiga í samstarfi við Ísland við að efla langtíma öryggi okkar. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta í að tryggja að Norður-Atlantshafssvæðið og norðurslóðir verði áfram örugg, friðsæl, stöðug, farsæl og sjálfbær svæði sem eru opin fyrir alþjóðlegum viðskiptum. Evrópusambandið styður Ísland og aðra samstarfsaðila sína í norðrinu með margvíslegum aðgerðum, t.a.m aðgang að gögnum frá gervihnattamiðstöð ESB (e. EU Satellite Centre – SatCen) sem styður við eftirlit og greiningu á öryggisástandi á norðurslóðum. Að auki njóta Íslendingar njóta ótakmarkaðs aðgangs að Galileo gervihnattakerfinu okkar sem styður við leitar- og björgunaraðgerðir sem og veitir yfirvöldum og rannsakendum nauðsynleg gögn. Ísland fær einnig aðgang að fjölmörgum samstarfs- og styrktaráætlunum ESB sem skapa tækifæri til rannsókna og verkefna t.d í netöryggismálum. Almannavarnarkerfi ESB (e. EU Civil Protection Mechanism – EUCPM) er reiðubúið til þess að aðstoða Íslendinga í neyðartilvikum, líkt og gerðist árið 2023 þegar almannavarnarkerfi ESB sendi, að beiðni íslenskra stjórnvalda, hóp sérfræðinga til þess að styðja við yfirvöld í aðdraganda eldgosanna við Sundhnúkagíga. Sterkari saman í 30 ár Í fyrra fögnuðum við 30 ára afmæli Samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). EES-samningurinn hefur reynst gríðarlega árangursríkur bæði fyrir Ísland og Evrópusambandið. Samningurinn gerir Ísland að fullgildum þátttakanda í innri markaði Evrópu sem samanstendur af yfir 450 milljónum íbúa og veitir íslenskum fyrirtækjum og neytendum aukin tækifæri. Þátttaka Íslands í samstarfs- og styrktaráætlunum ESB hefur skilað miklum ávinningi fyrir nær alla samfélagshópa og fyrir íslenska hagkerfið, en meira en 10% íslendinga hafa notið góðs af Evrópustyrkjum t.d Erasmus+. Evrópudagurinn er okkar dagur. Þetta er dagur sem gefur okkur tækifæri til þess að fagna saman árangri samstarfs okkar, menningarlegri fjölbreytni, og tækifæri til þess að velta því fyrir okkur hvers konar framtíð við viljum stefna að sem Evrópubúar. Á Íslandi verður Evrópudagurinn haldinn hátíðlegur í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur laugardaginn 10. Maí milli 14:00 og 16:30 í Listasafni Reykjavíkur – Kjarvalsstöðum. Þetta verður menningarviðburður sem hefst með látum þegar Lúðrasveit Mosfellsbæjar tekur nokkur lög. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, flytur opnunarræðu og í framhaldinu verða flutt fjölbreytt tónlistaratriði. Gestir og gangadi hljóta ókeypis aðgang að tveimur listasýningum safnsins (Kjarval og ÓLGA) og, að sjálfsögðu, munum við bjóða upp á ókeypis íslenskar pönnukökur á meðan birgðir endast! Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Póllands, Spánar, og Þýskalands, ásamt ræðismannsskrifstofu Rúmeníu, munu einnig bjóða gestum upp á ýmsar kræsingar. Ýmislegt skemmtilegt verður í boði fyrir börn, t.d andlitsmálning og föndursmiðja. Þér og fjölskyldu þinni er hjartanlega velkomið að koma. Við tökum vel á móti ykkur. Gleðilegan Evrópudag. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins gagnvart Íslandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun